sunnudagur, júní 12, 2005

Sonic Ferdinand

Já gott kvöld kæra síða.
Hugsa að ég skíri þig eitthvað þar sem ég er örvæntingarfullur piparsveinn. Ef enginn vill giftast mér þá giftist ég þér. Þá er spurning hvaða nafn henti þér. Var að pæla í Urlfríður eða Linkína þar sem þú ert netsíða. Líst vel á Línkína.

Þá byrja ég aftur.

Kæra Linkína
Mikið búið að vera í gangi hjá mér undanfarið. Ég er útskrifaður úr grunnskóla og get lögum samkvæmt hætt í skóla og farið að vinna. Kitlar ansi mikið að kaupa leðurjakka og gerast alvöru rokkstjarna einsog margir eðal menn. Hugsa að ég fari samt svölu leiðina og gerist sganfræðingur og Indí-plebbi þegar ég verð eldri. Stofna At the drive-in cover-band og drekk malt.
En útskriftin var fín, góðar einkunnir ég held ég svo nokkuð öruggur í MH, þannig ég þarf að fara að dusta rykið af scooterinu og rauða sæta treflinum mínum. Hann vakti kátínu í Breiðholtsskóla enda svalur einsog kúreki.

Shit pit vinnan byrjar á morgun klukkan 8:00. Það þýðir að ég þarf að vakna klukkan 7:00 og drattast niður á ÍR-völl að kenna gríslingum fótbolta. Kaldhæðni þar sem ég er framur lélgur í fótbolta.
En meeeen missti af Norbert tónleikum um helgina þar sem ég var á ættarmóti. Það var reyndar mega úber fjör. Hitta svalsta bónda allra tíma og nei hann var alls ekki frá Hólmavík.
Hann labbaði alltaf einsog ef Zombiar væru með hendur fyrir aftan bak og löbbuðu á fimmföldum hraða. MEGa úber super overdrive (minn er týndur og ef ég finnþann sem stal honum heygjum við einvígi í næstu fjöru.)

Hlustaði eiginlega bara á Fugazi í dag. Nett hresst í miðjunni (svo indí málshættir(tekiðúr á kantinum). Elska þá meira en Andrés Önd nei vó ekki hlaupa úr buxunum gæðingur, stilltu þig!


Júhú ég er farinn að horfa á eitthvað hresst!

P.S. Mæli feitt með Napoleon dynamite og sérstaklega deleted scenes.

P.S.2 fann ekkert sniðugt.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

er þá ekki séns að ég fái að giftast þér?

12:20 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst þetta skemmtilegt lag með hressu og frísku bandi!

5:27 e.h.

 
Blogger Albert said...

Fugazi og MH er trendí

3:40 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home