föstudagur, júní 24, 2005

MH og FÍH

Blessuð Linkína.
Þú hélst kannski að ég hefi gleymt þér en svo er ekki. Hef aðeins verið latur og þreyttur.
Nú spyrð þú hvað geriir þig svo latan og þreyttan? Jú einfalt svar= vinna.
Ég vinn við það að fylgjast með litlum kókaínhressum krökkum og fylgist með því að þau geri einhverjar fótboltaæfingar oft á tímum með mismikilli ánægju og þegar kókaínhressir krakkar eru fúlir, reiðir eða pirraðir byrjar kókaínið að virka!
Þá segir einhver púki í höfðinu á þeim : hlauptu eins hratt til hægri og þú getr, Núna og stoppaðu ekki fyrren ég segi. Og hver haldiðpi að þurfi að hlaupa á eftir þeim, róa þau ,sannfæra þau um að þetta sé gaman. Nú auðvitað Indriði, enda er hann hlauparinn í hópnum.

Vinnan er annars frábær því krakkarnir eru oftast stilltir ef veðrið er sæmilegt og flæðið á æfingum fínt.

En já komst bæði inn í MH og FÍH þannig ég verð trebdí gæji á næsta ári því MH er einmitt trendí skóli Íslands og FÍH er trendí tónlistarksólinn!

Ein hress pæling hér sem er að gerjast í hausnum á mér, Afhverju vilja hermenn í stríði hafa guð á sínu bandi? Ef guð er með þeim er þa´ekki nokkuð ljóst að djöfullinn er með hinum. Og segjum að þið mættuð velja á milli geðveiktfriðsæls gaurs sem er dáldið skakkur í útvíðum buxum elskar alla með sítt dökkt hár, fílar Michael Bolton og spilar póló (Guð) eða ´þá þið mættuð velja feitt harðan death metal gaur í leðurfötum með haglabyssu, rottuhaus í vasanum og væri í bol sem á stæði á : I eat your eyes if you talk to me! Og í þokkabót ætti hann vin sem þekkir gæja sem í sakleysi sínu drepur íkorna í almenningsgörðum og selur á ebay.com (Djöfullinn). Hvorn vilduði hafa í ykkar liði í leik þar sem dráp væru aðalmálið! ÉG myndi velja death metal gæjann í illilega bolnum. P.S sá þessa pælingu í saving private ryan en spann út frá henni persónulysingarnar.

Ég er farinn að pikka upp Girls on Film á gítar læt ykkur vita hvernig gengur.
Bless og heyrumst!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

FÍH finnst mér ekki trendí. En mér finnst þú trendí.

11:22 e.h.

 
Blogger Albert said...

Fíh er fínn, bara nokkuð skemmtilegt

3:41 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er byrjaður að blogga af krafti... fylgstu með síðunni minni...

10:34 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home