sunnudagur, september 25, 2005

Kevin P. Smith

Gott kvöld elsku Linkína.
Þú hledur máske að ég hafi orðið freistinguáð bráð, stokkið á yngri og ferskari bloggsíður og stundað framhjáhald einsog ég fengi borgað fyrir það. En ónei aldeilis ekki ég hef bara haft mikið að gera og eytt mínum frítíma útihlaup, dóp og Kevin Smith myndir.
Allt rétt mínus dóp.

Ég elska samt Kevin Smith. Síðan ég sá Mallrats hér á skjáeinum fyrir stuttu hef ég sogið í mig allt sem ég kemst í. Sá loksins meistarastykkið Dogma í gærkvöldi og ein spurning hérna.
Hvað er South Park crewið að dissa Matt Damon, hann er meistari. Eða einsog Gillz myndi orða það kvékjendieð er kjéppi.

ER svolítið ryðgaður í þessum bloggheimi langt síðan síðast og litli kúturinn ég bara byrjaður í menntaskólanum við Hamrahlíð, orðinn artí fartí indí plebbi þó ekki einsog bertz og Haukz sem drekka kaffi. Mh er samt góður staður til að vera á (ef þetta væri talblogg myndi ég hafa brimborgarlagið "Öruggur staður til að vera" undir) en þetta er ekki talblogg.
Ég sit á klárlega svalasta borðinu í MH sem nefnist JT for life eftir meistara Timberlake.
Hver er svalari en Justin ? ekki Lars Ulrich, ekki Lou Bega og klárlega ekki Lokbrá.
Kannski Harry Potter og Rubeus Hagrid séu svalari og Albus náttúrulega sigrar með svo miklum yfirburðum að JT fer að grenja, en þeir eru bara sögupersónur. (ég verð að segja þetta því flesti sem lesa þetta eru muggar, nema Davíð félagi minn sem segist vera í Hogwarts).

Hey meðan ég man Norbertinn spilar á feitum pelatónleikum á fimmtudag með: Loga og félögum í súperbandi, Nintendo, Bigga Kjána, Gay Parad og einhverjum meistrum. Klassíski hálftíminn ræður ríkjum.

Einhver geim í feitt flipp næstu helgi?, byssó eða eitthvað svoleiðis oldies-flashback væri fjör. ÉG er til í allt jafnvel löggu&bófa.is fokk hvað ég eyddi mörgum stundum í þeim meistaraleik.
Ég var ávallt bófi, enda mikill gangzta og hafði ég mergjaða taktík í þessum leik og líka í einkrónu, Skora á ienhvern í oldies leikjakvöld næstu helgi. Er ég barnalegur aumingi eða hvað?

Mig langar reyndar feitt að hitta mitt gamla HS Crew og ekki myndi skemma fyrir ef hinn mikli meistari Ms. HS væri á staðnum, Hs og Jt eru jafn svöl. og Jt er meistari.

Myndin sem kemur vonandi kom þegar ég googlaði og skirfaði JT flipp.


Bless bless segi ég og kveð meistarana sem lesa bloggin mín.

P.s Dóri DNA er ekki dauður. Las það í Sirkus, þið getið hætt að gráta, hann mun gefa út aðra plötu. Praise the lord and the DNA.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæjjjj ég vildi bara skilja eftir heilsu :):):):)
SJÁUMST Í SKÓLANUM!!!!! :):):):):):):)BÆj!.........................................................................................

5:17 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Já, þetta er gott. En Matt Damon er auðvitað góður. Skrifaði fokking Good Will Hunting sem er geðveik.

11:09 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Skrifaði komment fyrir svona 3 tímum... það virðist ekki hafa skilað sér... en hér kemur bara svipuð útgáfa:

Hey, ég er að klukka þig...

Klukk!



Annars stundaði ég löggu&bófa langt fram eftir grunnskóla... 8. og 9. bekk minnir mig meira að segja... magnaður leikur

11:12 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home