miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Stórir hringir og hjartalaga

Góðan daginn gott fólk.

Ákvað að blogga fyrst ég sat við tölvuna á annað borð, veikur og svangur en það latur að ég ennni ekki niður að fá mér að éta þótt að tröppurnar séu aðeins 13. Kemst ekki á fótboltaæfingu í kvöld vegna veikinda, finnst ég þó vera að hressast mæti sennilega í alla tíma í skólanum á morgun.

En að skemmtilegri málum. Í skólanum mínum sit ég við borð með öðru fólki. Stundum talar það við mig. Oft talar það þó við hvert annað um Myspace. Ég var orðinn frekar þreyttur á þessu þannig ég sagði við mig einn daginn "Halldór Arnarsson annaðhvort býrðu þér til þitt eigið myspace eða verður vinalaus allan MENNTASKÓLANN". Og viti menn nokkru síðar er ég kominn með síðu. En Adam var ekki lengi í Paradís því lífið er enginn dans á rósum og galli var á gjöf Njarðar. Alltaf þegar einhver reyndi að skoða síðuna kom þessi setning This profile is set to private. This user must addyou as a friend to see his/her profile.
Frekar pirrandi hugsaði ég þegar ég komst að þessu því á Myspce á ég bara 11 vini og þessvegna geta 11 manns skoðað síðuna. En ég ákvað að spyrja myspace njerðina hvernig á þessu stæði. Svörin voru þessi: Það er greinilega eitthvað að! Mín viðbrögð voru= Vá afhverju fattaði ég það ekki.
HAHA ég hef aldrei séð þetta áður, þetta gerist bara fyrir þig haha!
Mín viðbrögð voru= Shit hvað ég hlýt að vera ógeðslega ömurlegur gaur ef það væri ekki fyrir skátana myndi ég enda þetta líf hér og nú.


Þannig að ég á myspace síðu sem enginn getur skoðað nema ég og 11 aðrir. Það er bara gott því það vill hvor se er enginn skoða hana.

En ef einhver er ekki alveg úti að aka hefur hann áttað sig á því að umræða hefur verið um dópneyslu "uppáhaldskonu Íslendinga". Þetta er auðvitað Húsvíkingurinn Bjarni Pony (ahahaha Tony the pony diss) nei auðvitað er þetta Birgitta Haukdal. Dalurinn sem hefur rödd einsog engillinn fagri var bendluð við Kókaín. Þetta er bara vitleysa. Hún er á´sýru.

Þessu komst ég að þegar ég pældi í textunum sem hún hefur samið hér koma brot.

"Stórir hringir og hjartalaga sem síðan breytast í þig" ein aðal einkenni sýru eru einmitt ofskynjanir.

"Eldur í mér" önnur dæmi um ofskynjun þarna heldur Birgitta að það sé kviknað í sér. Þið spyrjið hvernig veistu að hún hafi ekki lent í brunaslysi Halldór? Ég svara er hún með þriðja stigs bruna á höndum og fótum? og þið svarið Nei Halldór.


Síðasta dæmi mitt er þetta " Allt sem ég sé svífandi" HALLÓ JÖNKIE SNAP OUT OFF IT.

Endum þetta á skrýtlu. Afhverju var Ann Nicole Smith svona feit?
Svar: því pabbi hennar átti nammibúð.


Afhverju grenntist Ann Nicole Smith?
Svar: Hún át svo mikið nammi að búðin fór á hausinn!
haha

Bless bless




6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já, sammála kristrúnu... og já, ég er einn þeirra sem get ekki skoðað síðuna þína og þú mátt gjarnan redda því...

Eitt enn... Þú mátt alveg fara að auka bloggtíðnina hjá þér :)

4:58 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Já...og meðan ég man...þá *kítlaði* ég þig...

9:45 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

ömurlegt blogg

10:39 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Þú og þitt sýru tal.

Fatta ekki brandarann, því Anna Nicole er ennþá feit aaahahaha...

8:27 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

það vita allir að tveir plúsar passa ekkert saman...... kjáni

8:56 e.h.

 
Blogger Gummi said...

Plús það að hringir eru ekki hjartalaga.

4:17 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home