föstudagur, desember 01, 2006

Ertu 12 ára?

Gleðilega prófatíð.
Sökum bilunar á tölvu hef ég ekki getað startað þesu comebacki eins vel og ég hefði óskað en hvað um það. When in Rome.
Undanfarið hef ég sífellt oftar heyrt þetta notað sem móðgun þegar einhver gerir eitthvað hallærislegt "ertu 12 ára"?.
Þetta skil ég ekki þar sem þegar ég var 12 ára var ég að gera nákvæmlega sömu hluti og ég geri enn þann dag í dag.
Ég vaknaði, fór í skólann og þannig kom svo heim. Þegar heim var komið fór ég í tölvuna eða til vina eða í fótbolta, jafnvel á æfingu. Oftar en ekki las ég Harry eða lét mig dreyma um einhverja heita dömu sem ekki hafði mikinn áhuga á mér. Sennilega var það vegna þess að ég var frekar glataður gæji sem var alltaf í fótbolta eða las Harry og ekki flykktust þær að þegar ég nefndi það að ég væri í lúðrasveit.
Menntaskóli er ekkert þroskaðari staður en grunnskóli. Ef eitthvað er á ég barnalegri viniá þessum nýja stað en þeim gamla. Í grunnskólanum in the ghetto þá voru allir allavega að reyna að vera töff og segja eitthvað töff eða jafnvel fyndið.
Á þessum nýja framandi stað hefur þróast einvher barnalegasti húmor sem um getur í menntaskóla akkúrat á þeim stað og í þeim vinahóp sem ég tilheyri. Þetta kann 12 ára barnið í sjálfum mér sem neitar að hætta að vera hálfviti og gerast alvarlegur menntaskólanemi sem finnst ekkert skemmtilegra en STÆ 603 ákaflega vel við.
Þess vegna finnst mér skrýtið að nota það sem neikvæðni að vera 12 ára.
Ég sakna þess gífurlega aðv era ekki algjör hálfviti legnur. Fara út í fyrsta snjóinn og negla í bíla fyrir utan skólann. Fá skólastjórann inn í bekkinn bálreiðan og rauðan í framan vegna kvartanna yfir hálfvitum sem henda í bíla, og að sjálfsögðu þóttist maður ekkert kannast við það.
Ég var samt aldrei þessi harði hálfviti. Meira auminginn sem dró alltaf aðeins úr heimskupörunum. Ég fékk einfladlega of gott uppeldi, því skelli ég á foreldra mína öllu því sem ég gæti átt en á ekki vegna helvítis uppelsisins. Kærustu, bílpróf og börn.
Heyðrum barnið og reynum að fullorðnast ekki. Ég skil Pétur Pan alltaf betru og betur.
Halldór Arnarsson

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Good times. Veit ekki hversu oft maður var að negla í bíla, og svo þegar skólastjórinn kom þá benti maður bara á Hjalta eða horfði útum gluggan og þóttist ekki skilja.

3:09 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Einmitt þessir kúka brandarar sem ég var að tala um.

4:20 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er heppinn því núna hef ég minn eigin bíl til að negla í.
Svo ef níllinn skemmist þá kæri ég bara mömmu og pabba, enda er ég á þeirra ábyrgð.

Það er ótrúlegt hvað hliðarspeglar eru dýrir enda á ég $$$$ eftir veturinn

4:49 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála ívar! Það er svo "12 ára" að kúka..

10:36 e.h.

 
Blogger Albert said...

Við vorum sjúklega harðir krakkar Halldór, ekki vera að draga úr því, og við vorum sjúklega hæfir í að negla í bíla.

Afhverju gerum við það ekki? Það er nú einu sinni jólamánuðurinn, mánuður barnslegrar ólgu og snjóboltasnjós.


Við getum enþá kennt Marvin um!

12:50 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Trew við vorum frekar harðir og Marvin er ennþá til svo ég sé ekkert því til vanbúnaðar að fara að negla í bíla aftur.

12:55 e.h.

 
Blogger hallssonur said...

okei og ég sem hélt að þið væruð úr gettóinu... við lalli ættum að kannast við hvernig okkar bekkur fór niður í skeifu og eiðilagði heilan bíl sem stóð á planinu, braut rúðurnar á bílunum sem voguðu sér að dræva framhjá skólanum í frímínútum, henda ískrím framan í strætóbílstjóra, þegar hjálmar hennti mólótóf kokteil í breiðó og það kviknaði nánast í skólanum, þegar fullt af gaurum tóku sig til og brutu hverja einustu rúðu á framhlið breiðó og þegar bjarki og félagar kveiktu í róluvelli í fossvoginum og ófá vítin fengu að dynja á hverfinu.

en við getum hins vegar aldrei verið harðir í þessu samhengi, við horfðum bara á hehe

5:05 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home