þriðjudagur, desember 12, 2006

Væl og aftur væl

Ein spurning glymur hærra en aðrar í höfði mínu sí og æ þessa dagana. Alltaf finn ég gott svar sem sefar samviskuna augnablik lengur og líður mér því vel með slugsaháttinn, eitthvað sem ég tel ekki vera jákvæðan hlut í miðri prófatíð. Jújú spurningin sem ég spyr mig að aftur og aftur á hverjum degir er "afhverju er ég ekki að læra"?. Ég horfi á sjónvarpið, er í tölvunni, fer á æfingar og jafnvel ligg upp í annara manna rúmum á þessu heimili og geri ekki neitt og leiðist töluvert við það í staðinn fyrir að taka upp nát 103 glósur sem því miður eru af skornum skammti vegna leti líðandi annar. Ójá þar sem pabbi minn fann þessa síðu um daginn vil ég koma einu á framfæri. Pabbi, ég hef verið mjög duglegur við lærdóminn, prófin eru bara svo erfið og kennarar lélegir þannig að ef ég fæ lágar einkunnir er það ekki mín sök.
Þrátt fyrir þetta rúllaði ég upp íslensku 303 og held ég að mér hafi aldrei gengið jafn vel í prófi innan veggja skólans og er ég hræddur um að það gerist ekki aftur.
En enskupróf á morgun. Yes, no, maybe, curtains and animal. Ég veit ekki með ykkur en ég veit hvað öll þessu orð þýða svo ég held ég sé á grænni grein.
Ég er gífurlega lítið karlmenni, allavega í sjónvarpsþáttaglápi. Grey's Anatomy eru nýjasta dæmið um það. Frábært sjúkrahúsadrama með léttu ívafi sem þó ólíkt ER sýna þér ekki inní fólk og blóð og innyfli 24/7 seinsog þeir segja í Harlem.
Einstaklega leiðinlegt væl í öllum þessa stundina og er ég því miður enginn undantekning. Með bjartari tímum verður bloggið bjartara sagði skáldið.
Eftir próf mun ég skrifa eitthvað sjúklega fyndið um einhvern minnihlutahóp og verð í kjölfarið bannaður á blogger.com
Sjáumst þá

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

sjáumst

3:49 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

komment!

12:10 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home