föstudagur, september 12, 2008

Frí

Maður er svolítið farinn að finna fyrir því að vera fjarri fjölskyldu og vinum. Hefur svosem ekki áhrif á mig inn á vellinum einsog margir hafa lent í. Er alveg að standa mig ágætlega, gæti verið betri en það tekur tíma að venjast tempóinu og það hjálpar kannski ekki að akkúrat núna að vera að æfa tvisvar á dag. Helmingi meira en margir aðrir. En maður uppsker einsog maður sáir. Það er bara spurning hvenær uppskeran kemur í hús.
Ég hugsa samt að milli æfinga sé ég mesti tjillari sem sést hefur í langan tíma. Það er þessi fullkomna blanda, dýrvitlaus á æfingum og svo afslappaður einsog björn í dvala þess á milli.
Ég er líka orðinn tuddi í eldhúsinu. Þvottahúsið er líka orðið mitt, ég veit ekki hvað foreldrar eru alltaf að nota þetta gegn manni. Þetta er algjört pís of keik.
Fékk hjól í gær, ágætis hjól sem klúbburinn skaffaði. Þeir eru frekar æstir í að skaffa flest sem manni dettur í hug að biðja um. Nema fæðubótarefni, Danirnir eru ekkert hrifnir af þeim.
Maður skreppur til Köge á eftir og dettur í smá búðarráp. Það er ljúft að fara bara í þær búðir sem mig langar að fara í. Þannig að ég hef aðallega farið í Fona, Intersport, Sportmaster og Al's DVD butik.
Þarf að kaupa eitthvað í eldhúsið í dag, skil ekkert í mér að hafa ekki nýtt mömmu í það. Hún hefur gífurlega reynslu af svona löguðu.
Maður veður svona úr einu í annað í dag. Ekkert mikið í gangi nema heimilislíf núna.
Kveðja frá DK.
Pís

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ai þu ert frabair.

islandskvedjur

7:53 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Eins og Lundi 23 segir, maður tekur ekki meira út en maður leggur inn. Lestu www.logi-geirsson.de. Helling af heilræðum fyrir svona unga atvinnumenn eins og þig ;);)

12:21 f.h.

 
Blogger Halldór said...

Lundinn klikkar seint. Ef hann klikkar dívir hann sér rigt back in og lagar hlutina. Fer í það að lesa allt sem hann hefur skrifað og soga í mig heilræðin.

6:30 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home