miðvikudagur, janúar 30, 2008

Framtíð í molum

Nú hef ég endanlega gefið upp alla von um að félagarnir Robert Smith og Tom Waits munu heiðra mig og aðra landsmenn á komandi misserum með nærveru sinni. Ástæða þess er frétt sem ég sá í Fréttablaðinu í morgun um einhverja lagasmíðakeppni úti í heimi. Þessir ágætu menn eru í dómnefnd og munu þeir á næstu dögum missa alla trú á Íslandi, þrátt fyrir fögur fyrirheit um fagrar (easy fuck) meyjar og villt næturlíf. Því það sem fréttnæmt þótti við þessa keppni er að íslensku táningasmeðjurnar í Soundspell hafa komist í undanúrslit keppninnar og mun lag þeirra Pound hljóma fyrir eyrum dómnefndar. Þar sem Smith og Waits eru ekki hluti af hinni smeðjulegu og hreint út sagt pirrandi stefnu sem ég veit ekki hver kom af stað, en stigmagnaðist mikið við vinsældir hinnar hundleiðinlegu sveitar Coldplay, þá hugsa þeir eflaust með sér...hvað í andskotanum er að ske á Íslandi ef svona hæfileikasnautt og ófrumlegt gaul er að tröllríða landanum.....Let's stay the hell away from that place.

Með sorg í hjarta
Halldór Arnarsson

2 Comments:

Blogger glamurgella.blogspot.com said...

Mikið ert þú búinn að vera duglegur að blogga Halldór!

10:59 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Þú hefur nú skilið gáfurnar eftir heima greyið. Það voru þeir sem völdu Pound í úrslit. Þeir eru ekki að fara að heyra það núna - stupido :) Bara gott hjá þessum köllum að vera með víðan tónlistarsmekk en ekki þröngan eins og sumir ;)

2:33 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home