mánudagur, apríl 23, 2007

Klúður og púður

Um daginn er ég kom heim eftir erfiðan og gífurlega streitumikinn dag ákvað ég að kíkja á hvað verið væri að sýna í sjónvarpinu. Á Rúv var eitthver típískur Rúv þáttur um ekkert með leiðinlegu fólki. Leiðinlegt fólk að tala um ekkert, er svolítið einsog trúboðastarfsemin í MH. OK, mér leið sumsé einsog svona ástralskur ofsatrúarunglingur hefði laumað sér undir sófann minn og um leið og ég lagðist sprottið fram og bundið mig við sófann, svo ég gat hvorki hreyft legg né lið. Því næst fór hann að boða trú af miklum móð og kom þá í ljós að þetta var klofinn vísindakirkjuofsi og Jesúofsi. Þetta var sú tilfinning sem þessi þáttur kallaði fram og því þarf ég væntanlega ekki að taka fram að hann var leiðinlegur.
En það góða við sjónvarpið er að það eru margar stöðvar. Í mínu herbergi eru þær tvær, sem er dálítið aumt miðað við allan þann fjölda stöðva sem er til í heiminum. "ég er einsog dropi í hafi sjónvarpsstöðva" svo maður vitni nú í Stein Steinar.
Þegar ég stillti síðan í flýti yfir á hina stöðina, blasti við mér það sem mér finnst eitt það ógeðfelldasta í öllum heiminum, fæðing barna. Hvað sem fólk segir þá er ekkert töfrandi við fæðingu barna. Allir sem segja það eru bara að ljúga. Svona var þetta :
Ein kona liggur í rúmi, þessi kona er ekkert glöð og brosandi eða hamingjusöm. Hún er eiginlega að reyna að tjá okkur það að eins mikinn sársauka er ekki hægt að upplifa, og að ákveðinn hluti hennar sé að rífna í sundur.
Maðurinn hennar er heldur ekkert hamingjusamur, hann hefur aldrei séð neitt jafn ógeðslegt og óskar þess að hann hefði nú drullast til að nota verjur, eða lemja konuna sína nógu fast svo þetta kæmist aldrei alla leið.
Nýfædd börn eru líka ekkert sæt. Þau eru öll í blóði og ógeðslegu slími og þau hætta ekki að grenja. Grenja og grenja. (Þegar ég fæddist reyndu foreldrar mínir að býtta á börnum, því ég var ljótastur á fæðingardeildinni, með keiluhaus, blár og feitur.)
Þetta var þá semsagt þátturinn Fyrstu skrefin á Skjáeinum. Ekki bara ógeðslegur heldur líka leiðinlegur.
Þarna var ég milli steins og sleggju. Ógeð og leiðindi eða bara rosa mikil leiðindi. Ég slökkti á sjónvarpinu og grét.
Börn eru samt alveg krúttuleg svona daginn eftir fæðingu, en þegar ég eignast barn mun ég kenna því að syngja fagran söng í staðinn fyrir að grenja. Ég myndi bara skilja mitt eftir á spítalanum ef það væri jafn leiðinlegt og þetta barn í sjónvarpinu.
Leiðinleg börn, verða að leiðinlegum unglingum, sem síðar verða að fullþroska leiðinlegu fólki sem angrar heiminn næstu áratugi. Svo ef þið sjáið leiðinlegt barn á vappi.......látið það hverfa.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hahaha þú ert fyndinn

6:09 e.h.

 
Blogger dórakel said...

ég hlakka svo til að fæða

kv.dóra

9:43 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

word 2 ya motha

4:22 e.h.

 
Blogger Unknown said...

Þú ert alveg kostulegur.

Hvað er svo með erfiðustu nafnbót á bloggsíðu sem til er?

10:16 e.h.

 
Blogger Halldór said...

Mig langaði að vera bestur í einhverju, gat ekki verið með besta bloggið, svo ég ákvað að hafa erfiðasta nafnið.

11:19 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home