miðvikudagur, apríl 18, 2007

Under the influence of my friends on Blogspot

Jújú enn og aftur er Halldór dottin í letipúkann. Ég held samt að ég sé mjög skringilega latur. Einfaldlega vegna þess að letin er ekki krónísk eða skeptísk, heldur leynist hún grafin í tilurð sálartetri mínu. Metaforísk manía brýst nefnilega stundum í gegn og hversdagsleikinn verður litaður af hippókrísu jafnt sem paranoju með stórum skammti af sjálfsfyllingu. Ég elska báða persónuleikana jafn mikið, einsog maður sem elskar öll börn sín á ceremónískan pervisma.
Af hvunndeginum er allt gott að frétta. Ég nærist, bæði andlega og líkamlega. Andlega næringin er skeptísk, því hver getur staðfest tilvist sálar. Því i myrku herbergi lýsir sálin ekki og í ljósmiklu herbergi stafar ekki af henni skuggi. Hvert fer andlega næring mín þá. Hamingja, þrá, depurð, gleði yfir fyrsta sólskini sumars og fuglasöng. Fer þetta í ristilinn? Er fólk með ristilkrampa þá í raun í tilvistarkreppu, sem endurspeglast í of lítilli andlegri næringu. Andleg næring er ekki einungis fyrir anda. Allir verða að hugsa að velferð sálar. Aðgát skal höfð í nærveru sálar, er ekki grín. Þetta er ekki eitthvað Edward Murphy grín sem á að vera fyndið. Manía, paranoja, skeptísk gleði og missir er næringarsogandi fyrir ristilinn. Hlátur lengir lífið, og nunnur deyja ungar. Að guð taki þá góðu fyrst er þvæla og þvættingur. Heili minn springur úr þrá yfir atómísku sambandi við sjálfan mig, ég finn til þess vegna er ég.
Guð sendi mig á jörð sína með hlutverk, ég er ljós heimsins, þeir sem á mig trúa þurfa aldrei að ganga í myrkri heldur feta braut sína í ljósi

6 Comments:

Blogger dórakel said...

halldór, mig grunar að núna hafir þú hitt beint í mark!

2:57 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

þetta blogg er eins og ritað út frá mínu eigið manísk-krítíska hjarta.

kv. einn í ristilkreppu

5:39 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Halldór, núna hringi ég á lækni. ég hef reynt að ala þig upp í guðs trú og eðlilegu umhverfi og hvað fæ ég? Súrelískan Elvis

12:23 f.h.

 
Blogger dórakel said...

þetta er ógeð fyndið
kv. dóra

9:39 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

ég er að reyna að flippa eins og pabbi en þetta er bara svo lélegt grín hjá okkur hjónunum.

5:23 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

ÞETTA er samt gott grín!

ehehehehhe klám og ógeð vonandi kemur ekki annað kúlulagafífl út!

-ívar


GEÐVEIK FÆRSLA BTW

1:48 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home