sunnudagur, janúar 13, 2008

King and Lee

Tek hér með allt það slæma sem ég hef nokkurntíma sem ég hef sagt um Stephen King til baka. Var að klára The Dreamcather sem er hugsanlega skemmtilegasta mynd sem ég hef séð á þessu ári. Þó er þessi mynd að ég held frá árinu 2003 þannig að hjólið verður ekki kynnt í þessari færslu, því flestir þekkja að sennilega nú þegar.
Myndin fjallar í stuttu máli um fjóra vini sem bjarga þroskaheftum strák frá bullies og hann gefur þeim einhverja ótrúlega hæfileika, meðal annars geta þeir lesið hugsanir.
Hoppað er yfir gelgjuna, fyrsta kossinn og sweet sixteen hjá fjórmenningunum og beint inn í árlega sumarbústaðarferð þeirra félaga. Þar er Jason Lee í essinu sínu og skapast mikil "feel-good" stemming þar sem félagarnir sitja að sumbli og ræða daginn og veginn á einkar skemmtilegan hátt. Lee deyr snemma og eftir það er myndin upp og ofan, breytist úr feel-goodinu í mjög skrýtið geimverudrama þar sem margir deyja og Morgan Freeman leikur Geimverusérfærðing hersins sem skyndilega missir það vegna þess að álagið er jú mjög mikið á Geimdeild Hersins, og common hann hafði unnið þar í aldarfjóðrung!
Lee fær 10, King fær svona 6,5 (fyrir að drepa Lee alltof snemma og svo er þetta í raun ekkert spes saga), Myndin fær svona 8 því að Lee er skotheldur.

p.s. Tók allan RÚV pakkann í kvöld: fréttir, frí yfir spaugstofu, laugardagslögin-shaun the sheep-laugardagslögin, 50 first dates (sem ég hafði furðugaman af) og að lokum The Dreamcatcher.

-Fuck me Freddy

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ÞESSI DAGSKRÁ ER FRÁBÆR Í ALLASTAÐI
TIL HAMINGJU MEÐ AÐ HAFA EKKI MISST AF HENNI!

10:20 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home