laugardagur, desember 01, 2007

Hrakningar

Ég hef komist að því að þessi langa pása mína hefur drepið algjörlega baráttuþrek þeirra fáu sem reglulega litu við á þessari síðu. Ég tala því fyrir daufdumbrum eyrum og býst því ekki við að mikið mark verði tekið á mér. Skólaönninn í MH kláraðist síðastliðinn föstudag og var það gífurlegur léttir. Ég var orðinn uppgefinn eftir að hafa laumað mér úr óteljandi tímum og endalausu letilífi í annars ágætum sófum í NKJ. Það nefnilega tekur á taugarnar að vera endalaust að gera eitthvað.
Þess vegna líkar mér ágætlega við próf. Liggja heima glugga í bók, sofa út og hlusta á tónlist, kannski kíkja í bíó um kvöldið.
Þar sem enginn les þetta þá hef ég ákveðið að tala restina í stikkorðum.
Ég, helgi, nýrómantík, móderinismi, póst-móderinsmi, próf, fleiri próf, annarlok, jólabjór, hlaupa, vinna, jól, matur og tuborg juleöl.

Takk fyrir ekkert

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home