föstudagur, september 05, 2008

Who the fuck or Man United?

Ég er alveg að elska Manchester City þessa dagana. Aðallega vegna þess að núna eru allir glorychaserarnir sem styðja Man Utd farnir að verða hræddir við stórkaup grannanna í City. Þótt ég sé harður Poolari þá væri bara alltof ljúft að sjá þessa umræddu framaelskandi glamúrsaumingja gráta þegar erkióvinirnir stela borginni.
Sir Alex segist ekki hræðast þá, en ef Liverpool geta ekki hunskast til að lyfta þessum bikar, þá væri ekkert skemmtilegra en að sjá Richard Dunne lyfta bikarnum og syngja Who the fuck are Man Utd!

Ég er sennilega búinn að horfa á of mikið af Hollywood íþróttamyndum, en þar lærir maður samt að allt getur gerst og það er eiginlega bara betra að vera lélegur í byrjun myndar, helst sá versti í þínu fagi. Því á endanum sigrar réttlætið alltaf, og það hafa United menn ekki með sér.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

já einusinni horfði ég á goal.

ég man að ég fór að skæla því mér fannst eitthvað sorglegt við hana. ég man samt ekki alveg hvað það var.

10:25 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home