miðvikudagur, september 03, 2008

Living the dream

Mikilvægt skref í átt að mínum markmiðum var tekið síðastliðinn sunnudag þegar ég skrifaði undir samning við Herfölge BK. Mörg skref eftir ennþá, því ekkert er unnið ennþá. Ef maður stendur ekki undir þeim væntingum sem gerðar eru, þá eru hausar fljótir að fjúka.
Það er ekki séns að ég láti það gerast. Ég hef ekki lagt þetta á mig til að aumingjast hérna í einhverjum 6000 manna bæ á Sjálandi.

Ég hélt samt alltaf innst inni að þetta væri eitthvað vinaboð, leyfa mér að leika með alvöru fótboltamönnum og senda mig svo bara í næstu vél. Eftir nokkra daga hér hef ég komist að því að svo er ekki. Þessir menn hafa ágætis trú á því að ég verði góður fótboltamaður.

Og djöfull er gott að vera loksins hjá einhverjum sem er ekki að gera mönnum greiða með því að leyfa þér að æfa hjá sér. Er alltof þreyttur fyrir langt og strangt í dag. Endum þetta á því sem hefur komið mér út í slagviðrið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.
Ég mótaði hana aðeins fyrir mig, en allir sem vita um hvað málið snýst skilja þetta.


It's not even about football anymore, it's about proving them wrong.

Djöfull skal ég.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gamli graði, stattu þig fyrir mig.

9:16 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Djöfull kem ég að horfa á þig þegar þú ferð að spila fyrir stóruliðin gamli!

3:00 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home