mánudagur, september 15, 2008

Réttlætið sigrar alltaf

Skil ekkert í mér að hafa ekki skrifað um það þegar mínir menn í Liverpool völtuðu yfir erkifjendurna í Man Utd. Það þarf ekkert að fjölyrða um það. Einstefna og réttlæti eru orð sem lýsa þessu vel. Ljúft að sjá Kuyt eiga svona góðan dag því það eru jú yfirleitt Manchester menn sem efast um ágæti hans. Mascherano sá svo um að pakka hinum annars ágæta Anderson saman og var einkar ánægjulegt að fylgjast með honum í þessum leik. Sjaldan sem Wayne Rooney er hent til hliðar einsog kartöflupoka.

Maður er á leiðinlegum stað í lífinu núna. Bekkurinn er hrikalegur, hvar í heiminum sem er, það eina góða er að maður er alltaf að fá slatta af mínútum. Byrjaði einn af þremur, ekkert alslæmt svona fyrstu vikuna. En bekkurinn er samt hrikalegur. Andinn er ekki yfir manni í kvöld.
Þetta verður ekki lengra.

Já og fyrst talað var um slaginn á Anfield. Xabi Alonso átti sviðið, það þarf ekkert að ræða það frekar. Brasilíska undrabarnið og Enlendingarnir tveir vissu ekkert hvaðan á þá stóð veðrið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home