föstudagur, september 19, 2008

Same old, same old

Lífið hérna er að komast í vana, og mér líkar það alltaf betur og betur. Ég hef einhvern veginn gjörbreyst í hugsun síðan ég kom hérna. Segi ekki að ég sé jákvæðasti maður í heiminum, en jákvæðari þó. Þá meina ég að sjálfsögðu innan vallar, þar sem ég er þokkalegur utan hans. Minna af blótsyrðum og öskrum þótt að liðsfélagarnir hlægi reglulega að mér. Hvorki vanir öskrunum né íslenskunni.
Leikur á morgun í Óðinsvé, og ég er virkilega stemmdur. Vonandi að það skili sér, þótt að ég hafi verið látinn vita að bekkurinn bíði eftir 2 tíma rútuferð, en Hr. jákvæður lætur það ekki á sig fá. Brosir í gegnum storminn, maður labbar jú aldrei einn. Þessi regla þeirra að aðalliðið gangi fyrir er að setja auka vindstig í storminn. Það verður þá bara sætara þegar lægir.
Einn af þessum áskriefndum af byrjunarliðssæti var að hætta, þoldi ekki storminn. Ágætt fyrir mig, en ég kunni ágætlega við hann svo ég græt ekkert úr hamingju.

En að öðru en fótbolta, þá er ég kominn með ágætis orð á mig hérna í húsinu fyrir að vera góður í eldhúsinu. Þetta eru frekar miklir mömmustrákar sem að eru ekki vanir að gera nokkurn skapaðan hlut. Ég aldist nú upp við góðar aðstæður þar sem langflest var gert fyrir mig, en ég kann þó á þvottavél og get kokkað fram flóknari réttu en pylsur og 1944. Þessir drengir virðast ófærir um það. Frekar svona lélegt, en mér dettur ekki í hug að gera nokkurn skapaðn hlut fyrir þá. Ég er margt en duglegur við húsverkin, það er ég ekki. Far from it.

Þar sem að fjölskyldan virðist næstum öll vera kominn með ágætis sæti að þessari sýningu sem sett er hér upp einstaka sinnum, þá er ágætt að nýta tækifærið og skila kveðju. Fólk er duglegt á skypeinu og er það að hjálpa mér mikið.

Ég ætla að detta í eldhúsið, kjúlli og spaghettí í sveppasósu með kartöflum, tómötum og sveppum. Maður hendir kannski inn smá lauk fyrir gamla, efa það samt. Laukurinn er ekki hringja góðum bjöllum í kvöld.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Laukurinn er must, bara að byrja á að steikja hann og allt hitt á eftir.

Gamli

6:34 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Satt hjá pappa þínum, maður sleppir aldrei lauknum!!

En taktu þessa putta í nefið dóri, átt það skilið.

7:36 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

ég held með þér

pz. er að reyna veiða einhvern með mér til kóngsins.

5:57 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Dóri minn!!!!!!!
Það er búin að vera ágætis afþreying fyrir mig að lesa allar bloggfærslurnar þínar í einum rykk á sunnudagsmorgni...enda vissi ég ekki af þessu bloggi þínu, þú veist hvernig hún móðir þín er, liggur á nauðsynlegum upplýsingum eins og ormur á gulli.
Verð bara að segja: ÉG ER ÓGEÐSLEGA STOLT AF LITLA FRÆNDA!! Þú er alveg ótrúlega duglegur og vá hvað ég hló mikið við að lesa þetta blogg, þú ert svo góður penni. Annars þarf ég að reyna að ná þér á msn í spjall við tækifæri, finn þig ekki á skype, þarf að kippa því í liðinn. Löglegu gamalmennunum í Grafarvoginum langar svo að fá að heyra í þér í gegnum tölvuna;-)
En hafðu það rosa gott Dóri minn.
Kveðja

10:33 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home