sunnudagur, september 21, 2008

Fyrsti sigurinn

Það er ekkert jafn gott og að vinna fótboltaleik. Ég hugsa nú samt að tilfinningar mann séu eins misjafnar og mennirnir. Þessi gleðitilfinning sem allt virðist snúast um, lífsgæðakapphlaupið. Langflestir virðast á þeirri skoðun að peningar veiti þessa tilfinningu. Og þeir gera það líka ábyggilega hjá mörgum. Þessa tilfinningu fæ ég hinsvegar einsog áður kom fram með því að sigra í hinni fögru íþrótt.
Sigrarnir eru samt missætir. Þannig er það bara, ég hef unnið marga leiki sem var hundleiðinlegt að spila og yfirleitt er það vegna vanmáttar andstæðinganna.
Í dag var einn af þessum sætu dögum. Fullkominn gleði í enda leiks og hélst hún eitthvað fram eftir degi. Það var kannski það að lenda 2-0 undir og vinna svo 4-2, eða kannski það að þetta var í fyrsta skipti sem ég spila fyrir framan alvöru áhorfendur. Þetta voru bullur.
Blindfullir, miðaldra menn sem sungu og öskruðu allan tíman. Og allir studdu þeir hitt liðið. Þeir sem hinsvegar þekkja mig vita að ég er erkifífl og þetta voru því kjöraðstæður fyrir mig. Að fagna fyrir framan aðdáendur hins liðsins er eitthvað sem dró mig áfram.
Ég hef aldrei verið mikill “fair play” gæi. Þess vegna gat ég ekki annað en brosað um árið þegar Gary Neville fagnaði fyrir framan Liverpool aðdáendurna, því þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um að gera í mörg ár. Að fagna fyrir framan hörðustu Man Utd stuðningsmennina á Old Trafford. Sumt verður ekki metið til fjár.
Danirnir eru svona að taka mig í sátt. Þessir allra hörðustu virðast svona farnir að mýkjast og hljóta það að teljast gleðitíðindi. Það eru þó fífl inná milli, það verður að viðurkennast. Ég er búinn að vera hérna í 3 vikur og það eru tveir menn sem ég blátt áfram þoli ekki. Ekki orð um það meir, sumir eru einfaldlega leiðinlegri en aðrir.
Ír-ingarnir aumingjuðust til að tapa í lokaumferðinni og fóru því ekki taplausir í gegnum mótið. Ég hugsa það hafi samt verið mikil gleði og sumbl í gærkvöldi þegar uppskeruhátíðin fór fram. Fyrsta kvöldið sem mér hefur þótt virkilega erfitt að vera einn í Dk. Það er nefnilega rugl gaman á uppskeruhátíð ÍR, og núna þá unnu báðir mfl, og annar flokkurinn sitt í sumar. Gleði, gleði, gleði.
Vona bara að allir hafi fengið að skemmta sér einsog þeir vilja, heyrði orðróm um mikla gæslu fyrir þá yngri, sem er hálfbjánalegt svona í enda sumars þegar allt er í höfn.
Hugsa að það sé breakfast of champions núna. Hafragrautur, smá súkkulaðimúslí (sunnudagstrít) og skelli svo smá kókómjólk út í í enda suðunnar. Þá fær maður gott súkkulaðibragð. Skola svo öllu niður með íslensku lýsi. Já ég fann íslenskt lýsi í Danmörku. Það er að vekja mikla lukku hérna. En til þessa hefur enginn þorað að smakka þetta.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég er svo mikið fair play að það er stundum mér til skaða.

Þú þarft að losna við þennan skít úr þér.

12:24 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Sæll frændi :)

VIldi bara kvitta fyrir innlitið. Gaman að fylgjast með þér í úklandinu. Hafðu það gott.

kveðja Sirrý frænka

3:35 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home