mánudagur, september 29, 2008

Langt síðan síðast, kannski vegna þess að þetta ævintýri er að komast í vana. Það sem var spennandi og þess virði að tala um í byrjun gerist núna á hverjum degi. Ég er búinn að vinna mér fast sæti í hópnum hjá varaliðinu. Það er hinsvegar ekki nóg held ég og verð ég því að stíga aðeins upp. Þjálfarinn sagði samt að ég hafi gert það markvisst frá því ég kom, svo það hlýtur að vera jákvætt. Sénsarnir eru farnir að detta betur inn, og ég er alveg að nýta þá þokkalega.
Vandamálið fyrir mig er að svona 3 bestu leikmennirni eru miðjumenn, og svona allt í allt er u 8-9 mjög hæfir miðjumenn í þessum klúbbi. Að sjálfsögðu hef ég sjálfan mig inn í þessari talningu en hingað til hafa aðrir verið teknir framyfir mig. Mjög skiljanlegt þar sem ég er nýr í dönskum bolta.
Ég er í massífu æfingaprógrami, æft tvisvar á dag og allur pakkinn tekinn á þessum aukaæfingum. Eftir seinni æfingu dagsins liggur leiðinn í gymmið eða almennan viðbjóð úti á velli eða í stigum stúkunnar. Það er alveg að skila sér, ég finn það og þetta hefur góð áhrif á sjálfstraustið.
Við unnum annars eitthvað lið 5-0 í gær. B 1909. Ég spilaði í 20 mín eða eitthvað sem eru vonbrigði, en skilaði mínu samt vel.

Svona fjölskyldunni að segja þá er eldamennskan að færast á hærra plan. Mér þætti það ekkert undarlegt þótt ég væri beðinn um að taka jólasteikina vegna framfara minna fyrir aftan pottana. Það kemur hins vegar ekki til greina. Ég ætla að slappa virkilega vel af og láta mömmu púla í eldhúsinu. Ég er ekki betri manneskja en þetta.
Styttist í heimsóknir sem verða án vafa ánægjulegar. Það læðist líka reglulega að manni hvað það verður helvíti gott að koma heim. Og hlakka ég sérstaklega til jólaboðanna.
Ömmur mínar mega nefnilega eiga það að vera mun betri en ég inn í eldhúsinu. Ég kenni reynsluleysi mínu um, enda vita flestir að ég skara fram úr í flestu sem ég tek mér alvarlega fyrir hendur. Maður getur í rauninni ekkert að því gert.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Egórúnk, fílaða

12:32 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Þar sem þú ert að láta þig vanta á msn, kæri Halldór... þá vill ég hér með tilkynna þér að veikindum mínum er um það bil að ljúka. Einn og hálfur dagur heima. Missi líklegast bara af einni æfingu og tilkynni þér hér með að þú munt bíða afhroð í þessari tugþraut sem við ætlum að keppa í.

já mér leiðist gífurlega hér heima

1:37 e.h.

 
Blogger Halldór said...

Rúnar, þótt að ég myndi snúa mér algerlega að kökuáti og bjórdrykkju, þá hefði ég samt vinninginn í þessari tugþraut.

5:44 e.h.

 
Blogger glamurgella.blogspot.com said...

Ég hló oft í þessari færslu. Þú ert uppáhalds bloggarinn minn Halldór!

10:58 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home