þriðjudagur, febrúar 03, 2009

Átak

Alveg sama hversu vel maður stendur sig, þá er alltaf hægt að gera betur. Á einhvern hátt tel ég að þessi skrif hjálpi mér með boltann, ekki það að ég geti útskýrt það, en ég er einhvern veginn beittari þegar ég er virkur hérna. Janúar hefur verið upp og niður, en í sannleika sagt skiptir frammistaða off season litlu máli. Málið er að harka í gegnum viðbjóðinn og bæta sig í því ferli. Ég hef verið að kynnast nýju sársaukaþröskuldi á nánast hverri æfingu undarfarnar tvær vikur, en ég hef ekki ennþá tapað í neinu af þessum píningum og það segir manni bara eitt, ég er í besta forminu einsog staðan er í dag. Ekki séns að það breytist, ekki séns. Fótboltalega hef ég verið misjafn einsog áður sagði, en þó skilað mínu í báðum æfinguleikjum mánaðarins. Annar var drepleiðinlegur, típískur íslenskur vetrarleikur, þar sem frost og vindur réðu ríkjum og í þokkabót var hann klukkan 9 á sunnudagsmorgni. Ég er slök morgunmanneskja, mín klukka er ekki stillt á 8-11, þótt ég sé óðum að stilla hana þannig.
Þótt að mótið byrji ekki fyrren eftir rúma tvo mánuði eru leikir nánast hverja helgi þangað til. Virkilega jákvætt þar sem ég stokk beint inn í season síðast, þá voru 3-4 leikir búnir hjá liðinu svo aðlögunin þurfti að vera hröð. Nú fær maður þann séns að þróa sig inn í þessa heildarmynd, byrjunin hefði getað verið betri en maður verður að toppa á réttum tíma.
Þótt að búsetan sé langt frá höfuðstöðvum 365, þá hafa mér samt borist þeirra nýjasta afurð "Atvinnumennirnir okkar". Slóg mig svolítið hvað ég sé part af sjálfum mér í tveimur af allra klikkuðustu og umtöluðust mönnum þjóðarinnar, Hemma Hreiðars og Loga Geirs. Ýmsa hluti er ég algerlega laus við, en einhver element sem maður hefur. Ótrúlegt að hugsa til þess að Hemmi Hreiðars hafi 22 ára gamall farið í ensku 3. deildina....það er nánast einsog að spila í NFL.
Þeir fjölskyldumeðlimir og hinir allra trúföstustu úr mínum vinakjarna geta glatt sig yfir reglubundum skrifum hérna inni. Þangað til síðar.....

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

jeijj loksis kom færsla :)

Kv. Dagmar

9:25 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

sko Halldór þú verður gjörsamlega að steingleyma því að 3. deildin enska (Yankee bar league?) sé eins og NFL, fokkit, úrvalsdeildin þar er á svipuðu leveli ef ekki aðeins slakara..

11:06 f.h.

 
Blogger Halldór said...

Ég meinti að enska þriðja deildin væri nær því að vera ruðningur en fótbolti, án þess að skjóta á hina mjög svo leiðinlegu deild NFL.

9:35 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home