miðvikudagur, október 29, 2008

Óskipulagðar og óspennandi hugleiðingar hversdagsins

Sú goðsögn að Jolly Cola sé vondur drykkur er algerlega á fordómum byggð. Dr. Pepper og Vanilla Coke eru slæmir drykkir, Jolly Cola hins vegar virkar ágætlega ofan í lýðinn, nema lýðurinn sé fullur af fordómum. Ég gæti haldið lengi áfram um ágæti þessa ágæta drykks en stoppa hérna, boðskapurinn kemst til skila.
Ég er byrjaður í skóla, dönskuskóla fyrir útlendinga. Ég er langyngsti nemandinn. Sennilega var skóladagurinn í dag sá leiðinlegasti í minni skólagöngu. Ég er án gríns ekki gerður fyrir fjármálaumræður, þær eru á allan hátt grútleiðinlegar. Pólski viðskiptafræðingurinn sem ég get engan veginn munað hvað heitir er hinsvegar á öðru máli. Þetta var hans stund á toppnum, og hann eignaði sér spotlightið alveg ágætlega. Aldrei hefur einn maður notið þess jafn mikið að hafa óskipta athygli 10 veraldaravana kvenna frá öllum heimshornum og áhugalauss unglingspilts frá Íslandi.
Á tímapunkti virtist það ekkert svo vitlaus hugmynd að taka veikindapésann á þetta og leika sig heim í hlýjuna. Ég fékk hinsvegar strangkristið uppeldi þar sem aðaláherlsan var lögð á það að ljúga ekki og klára það sem maður byrjar á. Standa við sína skuldbindingar.
Ég skrifa ekkert um fótboltann í þetta sinn, nenni því ekki. Er samt ekkert slakur þessa dagana, bara voðalega óspennandi hlutir í gangi.
Það kemur mér ekkert á óvart að vinir mínir eru samir við sig þótt að ég sé fjarri öllu íslensku gamni. Margir leita til mín með sín skólavandamál, þeir sem voru slakir á því skólalega þegar ég sat í MH, virðast halda því áfram. Einhvern veginn gekk það ágætlega upp fyrir mig að bíða með allt fram á síðustu stundu, mæli alveg þessvegna með því. Ég get bara ekki með nokkru móti sagt að ég sé þessi ábyrgi gæi. Tek alltaf tjillið fram yfir lærdóminn, það er mitt mottó að gott tjill sé ofar öllu. Eða okey, kannski ekki mottó. Gott tjill bætir samt allt.
Búið að raða í Pes mót þegar ég kem á klakann, ég hef ekki snert fjarstýringuna í langan tíma. Það segist Guðmundur Stór-Bliki ekki heldur hafa gert. En allir sem hann þekkja vita að hann er yfirleitt uppfullur af haugalygi þegar kemur að þessum málum. Ég mun samt án efa vinna þetta mót. Tuskan og Stórblikinn eiga ekki möguleika, ég rúlla bara svona.
Annaðhvort rúllarðu með mér eða ég rúlla heim.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef ekki smakkað PES síðan að Axel stal leiknum mínum og hefur setið ofan á honum eins og ormur á gulli síðan. En varðandi Gumma kri hefurðu rétt fyrir þér, hann er búin að vera að spila nær stanslaust við tuskuna og hefur bætt sig hrikalega.

10:47 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

ég hló alveg doldið upphátt í seinnihlutanum, sérstaklega með gummann og PES og svo var alveg ágæt rúsínan í pylsuendanum að þessu sinni.

takk og bless.

11:49 e.h.

 
Blogger Halldór said...

Gumminn er í ótrúlegri æfingu, en ég vil meina að við Lási höfum reynsluna og þokkan fram að færa.
Tuskan tuskast samt stundum í tuskugott stuð. Þá er hann óstöðvandi.

6:38 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

hahahahaha, hver er tuskan og hví er þessi drengur, ef um dreng er að ræða, kölluð tuskan?

finnst það soldið hipp og kúl nafn samt sem áður

11:35 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Tölvan er currently heima hjá Ívari og búin að vera í nokkrar vikur Dóri minn svo að ekki einu sinni reyna að segja þetta. Strax byrjaður að afsaka tapið. Losers always whine, winners are awesome.

10:13 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Bara til gamans ætla ég að vitna beint í Gumman: "losers come up with lame quotations to look good".

12:43 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home