þriðjudagur, október 21, 2008

Allt að ganga upp, en samt......

Grannaslagurinn sem talað var um í síðustu færslu var auðveldari en flestir bjuggust við. Við unnum 7-0 og var ég frekar sáttur með sjálfan mig, náði að skora og lagði upp annað. Þjálfarinn og aðrir í kringum liðið voru meira en sáttir við mig eftir leikinn. Þjálfarinn talaði mjög vel um mína frammistöðu, og hef ég heyrt frá fleiri en einum sem eru í kringum klúbbinn að ég hafi staðið mig vel.
Aðalliðið spilaði síðan á sunnudag og unnu góðan 2-0 á AB. Eftir leikinn var ég að rölta í matinn sem er ávallt í klúbbnum eftir heimaleiki þegar ég er stoppaður af konu sem ég hef aldrei séð áður. Þar var á ferð mikill Herfölge aðdáandi og sagði hún að ég hefði spilað virkilega vel á móti Köge, og flott mark. Ný en ánægjuleg lífsreynsla en ég tek nú ekki mikið mark á henni þar sem markið var alveg hrikalega ljótt.
Ég hef verið furðu þungur síðust 2 daga. Þetta er farið að taka svolítið á, því þótt að maður sé alveg að eignast ágætisfélaga, þá saknar maður íslensku vinanna. Maður saknar fjölskyldunnar og hlutum sem maður bjóst ekkert við því að sakna. Áður en ég fór út sögðu margir við mig að þetta yrði hrikalega erfitt fyrir jól. Mikil einvera og annað slíkt hefði bugað marga. Hingað til hef ég samt nokkurn veginn sloppið við það. Það koma dagar og dagar en annars kann ég ágætlega við þetta líf. Ég er góður í því að vera einn og ég hef hrikalega gaman af því að æfa svona mikið.
En djöfull verður samt gott að koma heim í des.
Allt í einu rifjaðist upp skötuveisla sem mér var boðið til heima hjá góðvini mínum Guðmundi Kristjánssyni, síðastliðna Þorláksmessu. Veit ekki afhverju þetta kom alltí einu upp í hugan, en það var skemmtileg upplifun að fara í fjölskylduboð hjá annari fjölskyldu. Virkilega skemmtileg fjölskylda, en skata er ekki alveg minn bolli. Ég mun samt reyna að venja mig á þetta því þar er mikill sjarmi yfir því að borða skötu í góðra vina hópi einu sinni á ári.
Ég eiginlega elska allar hefðir, hefðir eru sennilega það sem maður hefur að hlakka til þegar þessum auðveldu árum lýkur og alvara lífsins tekur við. Allavega fer sá gamli alltaf í skötuveislu á Þorláks og ber því vel söguna. Þessar hefðir eru svo sérstaklega mikilvægar nú á erfiðistímum. Þegar allir eru að stressast upp yfir gengi krónunnar er gott að hugsa hvað sé mikilvægast og hvar hamingjan liggur. Er það virkilega í nýjum bíl og risa húsi? Maður hlýtur að spyrja sig.....

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þessar hugleiðingar eru undir áhrifum skrifa Þorsteins Kára á rúgbrauðið?

Gott stöff, vildi bara kvitta undir

10:35 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

ég mundi nú ekki neita nýjum bíl og stóru húsi, yrði alveg þokkalega ánægður

12:55 f.h.

 
Blogger Halldór said...

Þú átt Benz og átt heima í risahúsi, með heitum potti.
Þú ert ástæðan fyrir kreppunni Lárus. Ég skelli þessu alfarið á þig.

4:55 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Þú kíkir aftur í skötu, tek ekki annað í mál

1:55 e.h.

 
Blogger glamurgella.blogspot.com said...

Ég elska að komast að því sem skiptir máli í tilverunni, svona eins og maður áttar sig á þegar maður er fjarri öllum. En ætli maður átti sig ekki líka á einhverju í kreppu.

"Happiness only real when shared"

6:31 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home