fimmtudagur, október 16, 2008

Betri tíð

Ágætis bloggpása, og ástæðan var einföld. Heimsóknir frá Íslandi halda manni frá tölvunni, sem er ágætt. Virkilega góðar heimsóknir sem lífguðu upp á mann en þó er sá vankantur að þær voru heldur stuttar. Ég gæti líka trúað að næstu dagar yrðu þokkalega erfiðir. Það er erfiðara að venja sig aftur á einveruna eftir svona heimsóknir. Þetta er svipað og þegar maður var yngri og elskaði núðlur, svo þegar maður lærði að elda hakk og spaghettí og ýmislegt svoleiðis, þá voru núðlurnar ekkert spes lengur. Að uppgötva betri vinkil á hversdagnum, og snúa svo aftur í þann gamla, gerir þann gamla verri en hann í raun er. Svo þetta gæti ollið tímabundnum erfiðleikum.
Lífið er samt búið að leika við mig, þrátt fyrir slakan fyrsta leik, þá hélt ég sætinu og spilaði vel síðustu helgi. Það var ekkert verra að hafa kærustu og vini á bekknum. Þótt að kærastan hafi kannski upplifað skemmtilegri tíma en á pöllunum.
Skemmtilegt líka hvað maður sér uppskeruna betur þegar gamlir æfingafélagar koma í heimsókn, uppskeran verður ekki rýr þetta árið, það er alveg á hreinu.
Leikur næstu helgi, og þjálfarinn tilkynnti að ég held sætinu aftur, maður er að gera eitthvað rétt og er planið að halda því bara áfram. Hvíldardagur á morgun, orkan er í lágmarki eftir erfiða viku svo hvíldin var kærkominn og vonandi að matur mæti feskur 11:45 á Köge Stadion. Það er alveg á hreinu að ég verð ready, get ekki beðið eftir öðrum leik. Það er nefnilega þannig, að sama hvernig hversdagslífið er þá er ekkert skemmtilegra en að spila fótbolta á flottum velli, á háu tempói. Þetta er derby slagur svo ég býst við slagsmálum og blóði. Það er ekkert verra að tapa fyrir skítaliðum í derby-slag, hef upplifað það 2svar of oft. Ekki séns að það geris aftur.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ertu þá að tala um ÍR-LEIKNIR? haha þeir leikir hafa tapast of oft =(

7:40 e.h.

 
Blogger Halldór said...

Ég hef tvisvar tapað fyrir Leikni, það var hrikalegt í bæði skiptin.

9:45 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Halldór. Ég kann að meta einlægnina. Þú ert awesome.

9:32 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

ahahahah þú hefur nú tapað oftar en tvisvar fyrir Leikni. Er það ekki? hahah

2:58 e.h.

 
Blogger Halldór said...

Ég tapaði tvisvar fyrir Leikni á miðárinu í öðrum, annars hef ég aldrei tapað held ég. Tek ekki æfingaleiki með, en annars man ég eftir öllum Breiðholtseinvígjum og hef aðeins tapað tvisvar.

12:42 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

ég skil þig fullkomlega, einu sinni fannst mér núðlur góðar líka.

7:49 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home