sunnudagur, október 05, 2008

Vonbrigði

Vonbrigðin eru ennþá til þótt lítið hafi verið af þeim undanfarið. Náði að brjótast inn í byrjunarliðið eftir góðar frammistöður undanfarið, launaði traustið með virkilega slæmum leik. Ekki það sterksta sem var í stöðunni. Hrikalega svekkjandi og þeir sem þekkja mig vita að ég er ennþá frekar niðurdreginn.
Þrátt fyrir þetta ákvað ég að kíkja í liðspartý-ið sem var í gærkvöldi. Mjög ólíkt mér svona eftir tapleiki en ég skemmti mér ágætlega. Menn voru misgóðir á því, en þeir mega nú allir eiga það að vera miklir veiðimenn.

Annars tapaðist leikurinn 2-0, og allir voru frekar lélegir sem er kannski betra fyrir mig þannig séð. Við duttum úr toppsætinu samt sem er aldrei gaman, annars er toppslagur næstu helgi og það er ekkert annað í stöðunni en að drulla sér aftur upp á hestinn.
Frekar dauf stemming á manni í kvöld, smitast sennilega svo ég hef þetta ekki lengra.
Annars verður að viðurkennast að Logi Geirsson er án alls gríns alger eðalpenni. Pistlarnir hans skerpa yfirleitt á manni og er hann meistari í dæmisögum og tilvitnunum.
Tjékki it- www.logi-geirsson.de

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Rífðu þig upp úr þessu og bloggaðu

10:45 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Halldór. Mig er farið til að langa að lesa meira frá þer. Drífa sig svo í því að koma með eitt stykki blogg.

kv. Dagmar

1:13 e.h.

 
Blogger glamurgella.blogspot.com said...

Ég hef trú á þér í lífinu.

(er þetta ekki uppörvandi)

4:49 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home