þriðjudagur, september 30, 2008

Jóhann Berg

Áður en ég segi nokkuð annað finnst mér frábært að sjá hann fara út til Hamborgar. Hann er jú einn af efnilegustu leikmönnum Íslendinga í boltanum og stóð sig vel hérna heima.
En hann sannaði það algerlega að fótboltamenn eru flestir nautheimskir og eiga ekki að fara í viðtöl einir við fjölmiðla. Að segja að Þjóðverjar séu yfirhöfuð leiðinlegir er eitthvað mesta skot í fótinn sem ég hef séð lengi.
Ég hló samt að þessu, en sennilega fáir sem taka eftir þessu nema ég. Ég er sérlegur áhugamaður um heimskuleg viðtöl og staðhæfingar fótboltamanna. Jóhann Berg á bjarta framtíð í bransanum.

(Viðtalið við Jóhann Berg má sjá hér- http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=67469)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta staðfestir allt sem ég hef sagt hingað til um fótboltamenn og grunnan viskubrunn þeirra.

Þessir gæjar eru í 90% tilvika heilalausir.

Viðtöl við fótboltamenn eru þannig séð grínflokkur sem gætu lengt líf margra, með það gefið auðvitað að hláturinn lengir lífið.

Þú ert nú engu að síður bráðgáfaður Halldór minn, undantekningin sem sannar kenninguna..

11:20 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

í dag var gott haustveður.
ég fór í bíó.

þegar myndin var búin,
þá var allt orðið hvítt.

12:49 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home