miðvikudagur, nóvember 05, 2008

Trouble in Paradise

Ég hef kannski ekki verið sá duglegasti undanfarið, það er að segja í blogginu, æfi alveg þokkalega. Fékk að kynnast bekknum ágætlega síðustu helgi, 90 mínútur er alltof langur tími það er bara þannig. Mestu vonbrigði síðan ég kom hingað til Danmerkur, því ég þetta alls ekki skilið. Nýtti sénsinn, en það er greinilega ekki nógu. Pínu Peter Crouch syndrome. Var frekar pirraður eftir leikinn, það kannski sést best á því að ég var fyrstur í sturtu eftir leik. Það hefur kannski tvisvar komið fyrir mig á ævinni að ég er ekki síðastur út úr húsi eftir leik eða æfingu. Maður hatar ekki tjillið. Danirnir eru lélegir í því, kannski flestir lélegir miðað við mig, reyndar vorum ég og Axel yfirleitt félagar í tjillinu, plús mínus einhverjar hræður stöku sinnum. Enda er Axel eðaltjillari.
Maður er farinn að renna hýru auga til Íslands, einn leikur eftir og það verður fínt að koma heim. Er ekki búinn að gera það upp við mig hvort ég taki mér einhverja pásu frá boltanum eða ekki. Ég er ekki þessi gæji sem tekur sér pásur. Það bara hentar mér ekki, ég er alveg temmilega ofvirkur og ég verð ekki mönnum sinnandi ef ég dett í einhverjar pásur. Rúnar Kárason vonar sennilega að ég slappi rækilega af svo hann eigi meiri séns í tugþrautinni sem verður háð í desember, en ég lofa því að ég mun ekki fara úr hlaupaskónum fyrren þrautunum er lokið.
Var samt að komast að því að þjálfarinn minn var í hernum hérna í den, það útskýrir ýmislegt. Hann er með núll í people skills og tekur stundum upp á því að henda okkur í ruddalegar þrekæfingar. Hann er líka þessi týpa sem enginn fokkar í, my way or the highway týpan. Hann lætur þig líka vita ef þú ert ekki að standa þig, margir sem höndla það ekki. Enda eru Danir upp til hópa gífurlegar prímadonnur.
Það að flytja til Danmerkur hefur alls ekki gert mig duglegri í skólanum. Það er alveg sama hvað, ég geri alltaf allt á síðustu stundu. Ég á að skila sálfræði ritgerð á morgun og ég á 7 síður eftir. Hef haft 2 mánuði til að gera hana, ég byrjaði í gær. Ekki eins og manni vanti frítíma hérna. Ég vil kenna Facebook um þetta, alger tímaþjófur.
Meistaradeildin í kvöld, hugsa að ég velji það líka framyfir námið, þessa leti hef ég allavega ekki frá móður minni það er á hreinu. Ég er nokkuð viss um að hún fussar og sveiar yfir þessu öllu saman. Það veðrur bara að hafa það. Elska þrátt fyrir gallana, er það ekki það sem foreldrahlutverkið snýst um?
Er btw í skólanum núna, í öll þau skipti sem maður bölvaði MH vissi maður ekkert hvað maður var að segja.
Þetta eru bölvuð leiðindi, það er bara svo einfalt.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Tjill er allra meina bót.

7:01 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Það þarf að setja þessa tugþraut upp..

eina sem komið er, er 100 metra sprettur og þú ætlar að reyna að stíga mig út...

1:48 e.h.

 
Blogger Halldór said...

Já við vorum samt komnir með eitthvað um daginn, man bara ekki hvað það var.
Rúnar ég ætla ekkert að reyna, annaðhvort gerir maður eitthvað eða sleppir því.

4:13 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Haha, það væri kostulegt að sjá ykkur stirðbusana etja kappi

5:41 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

sæll gamli, maður er nú farinn að sakna þín í klefanum eftir leiki, eina sem maður sér núorðið eru bólurnar á orra.. en viktor kominn heim, danni farinn i aðgerð, verðum með pottþétt lið í 2.fkl næsta ár, setjum markmiðið á að komast upp! lovlov kv. ha$te aNdRz~

9:56 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

þú ætlar að reyna, það er bara þannig

10:39 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

eru einhverjir stríðnispúkar í bekknum?

nei djók ég veit ég á ekki að kommenta á íþróttafærslur

9:46 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home