fimmtudagur, febrúar 12, 2009

Flottari/flottastur

Er ekki betra að vera flottari en flottastur? Ef maður er alltaf flottari, er maður þá ekki líka flottari en flottasti gæjinn? Ég hef hugsað þetta svolítið mikið og komist að því að það er ávallt betra að vera flottari en allir í kringum þig. Því upp getur komið sú staða að tveir menn eru taldir flottastir, og þá er betra að vera alltaf álitinn flottari og stela ósjálfrátt titlinum "Flottasti maður hópsins". Með þessu hef ég eyðilagt allan meting barnæskunnar (sem ennþá er til staðar þegar maður lendir í vissum hópi). Mér finnst þetta solid rök, ef þú ert flottasti gæjinn á svæðinu, geturðu þá ekki lent í því að færa þig milli svæða og finna annan flottari. Ef þú tekur það hins vegar bara upp að vera ávallt flottari en næsti maður, þá ertu ávallt í betri málum heldur en þeir sem taldir eru flottastir. Auðvitað má líka segja að best væri að ákveða að vera alltaf flottastur, en hver getur púllað með einu átfitti að ganga þau fáu skref frá Hverfisbarnum og upp á Kaffibarinn og ennþá verið flottastur? Ekki margir, og því er betra að setja sér það markmið áður en farið er inn á báða staði að vera flottari en allir sem eru þar fyrir, þetta er basic.
Ef farið er eftir þessari speki, þá áttu miðbæinn næst þegar þú ákveður að kíkja á skrallið.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Halldór, þú ert greinilega að misskilja, enda ertu ungur og á menntaskólaárunum enn þá.

frumstig:flottur
miðstig:flottari
efsta stig: flottastur

þú ert aldrei flottari en sá sem er flottastur, því hann er jú flottastur, þú getur bara verið flottari en sá sem er flottur.
Speki þín er Kellogspakka vinningur, ef þú ert flottari en sá sem ert flottastur þá ert þú flottastur og ert því flottari en sá sem var flottastur því hann er bara flottur eftir að þú varst flottastur.

Hefuru spilað blak? þú hreyfist alltaf eftir uppgjöf, þetta er hringur.

kv. The Ronicle

9:55 e.h.

 
Blogger glamurgella.blogspot.com said...

Var þetta blogg bloggað til höfuðs Gumma?

9:36 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Okey byrjum á því að The Ronicle er versta nick sem ég hef heyrt? How i Met your mothe much?
Málið með þessa speki, er að þú þarft að vera opinn fyrir nýjunugum, og er hún meira hugsuð sem hjálpartæki minni manna en mín. Ég hef aldrei átt í vandræðum með að vera flottari en náunginn, af því ég tek litlu skrefin. Í stað þess að ætla sér að verða flottastur, er betra að vera flottari en allir hverju sinni.
Þetta er tekið í skrefum.
Dæmisaga:
Rúnar hefur alltaf ætlað að verða góður í handbolta. Hann var metnaðarfullur og ætlaði að verða bestur í heimi. Hann sá eitt sinn leik milli Frakklands og Króatíu og fannst ein skyttan vera svakalega góð. Svo góð að hann missti trúna á því að hann gæti orðið betri en skyttan. Heimsmynd hans hrundi og hann gaf drauminn upp á bátinn. Ef hann bara hefði tekið þetta í skrefum og einsett sér að verða betri en samherjar sínir hjá Fram og skrefa sig í átt að markmiðinu......
kv. The Doronicle

5:23 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

The Doronicle? í alvörunni Halldór?

Þetta var léleg dæmisaga Dórathea virkilega léleg. Þú getur ekki verið alltaf flottari, nema náttúrulega flottari í dag en í gær, ef það er það sem þú ert að meina þá hefðiru átt að segja það.

Þú getur aldrei verið flottari en sá sem er flottastur, alveg eins og þú getur ekki verið betri en sá sem er bestur, því þá ert þú orðinn sá besti, ég var búinn að segja þetta í fyrra kommenti.

Það er samt gott að þú hugsar út fyrir kassann Halldór minn, þessi vinkona þín ætti kannski að hætta hugsa um Téllinn að sama skapi, eða út fyrir kassann.

ron

7:01 e.h.

 
Blogger Halldór said...

Auðvitað er málið að ef þú ert flottari en sá flottasti verðuru sjálfkrafa flottastur. Það er ekki aðalmálið hvernig þú orðar þetta.
Aðalmálið er hvernig þú kemst þangað.
It's all about the journey. Og the Doronicle var bara til að sýna fram á fáranleika nicksins.

12:13 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home