mánudagur, febrúar 09, 2009

Væmnir hugarórar tapsárs nagla

Hef sagt það áður að sigurtilfinningin er sú besta. Æfingaleiks sigrar gefa einhverskonar samanþjappaði og lélega útgáfu af þessari tilfinningu, en samt sem áður alltaf gaman að vinna.
Unnum eitthvað ágætis lið á laugardaginn. Ég spilaði mjög vel og ekki skemmdi fyrir að spila með manninum sem tröllreið Rey Cup hér um árið, Mad Laudrup. Hann var betri hérna í denn, ég missti allvega ekki vatnið yfir leik hans. Skemmdi ekkert fyrir að pabbi keyrði í gegnum Danmörku á Laugardag og renndi akkúrat í hlað þegar ég stangaði knöttinn í netið, Klinsmann style. Búinn að skora í báðum æfingaleikjum vetrarins og er það eitthvað sem ég er frekar óvanur, fengið gult í báðum leikjunum líka, vanari því.
Ef maður tekur allt saman er boltinn að rúlla ágætlega og lífið utan hans er einfalt og þægilegt. Íslenskt tjill yfir flakkara stútfullum af efni eða PES leikir sem eru bæði til að kæta og nánast græta.
Ég hef eiginlega komist að því, eða í raunninni alltaf vitað hversu bráður ég get verið. Að framkvæma eða segja eitthvað í mikilli fljótfærni er oðrið alvanalegt og eru ýmsir hlutir sem ýta undir þetta. Ég hef alltaf verið fífl inná vellinum, allir vita það og ekkert verður farið dýpra í það.
Ég get heldur ekki tapað í PES, og þegar ég tapa er það aldre mér að kenna. Aldrei af því mótspilarinn (sem í gegnum tíðina hefur yfirleitt verið stórblikinn Guðmundur) sé að standa sig vel, heldur af því að kallarnir mínir geta ekki beygt eða mörk séu skoruð með svindli. Ég hata eiginlega að vera þessi gæji því það er svo ógeðslega gaman að vinna svona gæja, að með þessum kúnstum geri ég sigurinn þeim mun sætari fyrir hinn aðilann. Oftar en ekki geng ég þó of langt og eyðilegg ánægjuna fyrir hinum, sem mér finnst eiginlega verra en hitt. Það þriðja sem að kemur mér í þennan bráða gír eru rifrildi af ýmsu tagi. Þótt að ég viti oft að ég hafi rangt fyrir mér þá viðurkenni ég það aldrei. Oftast er þetta um eitthvað sem engu máli skiptir og þykir ábyggilega mörgum þetta vera mikill galli. En það er yfirleitt í þessum rifrildum sem að hlutir koma fram sem eiga ekkert að koma fram. Ég er þessi týpa sem dansar á ummæla-strikinu og kemur því fyrir að ég dett yfir það. Óþægilegast er að vita oft ekki fyrr en löngu seinna að hinum aðilanum fannst þetta of langt gengið og hef ég oft verið ansi aulalegur í stuttan eða lengri tíma eftir að hafa komið við hinu megin við strikið. Ég ætla því að biðjast afsökunar á strikaferðum fortíðar og biðjast fyrirfram vægðar við þá nánu vini sem maður er yfirleitt leiðinlegastur við. Því ég veit það líka mætavel að ég á eftir að bölva svindli í næsta PES tapleik og brenna fleiri brýr í nánustu framtíð.
Með þessu endar hin væmna færsla um lífið og tilveruna. Væmni er ágæt endrum og sinnum, og nauðsynlegt að kynnast henni til þess að skilja alla liti málarans. Væmni er kannski leiðinlegi hlutinn í spennumyndum, en hann er ómissandi. Þess vegna skellti ég í smá væmni á þessum tímum þegar það á ágætlega við, en spennan á eftir að ná hámarki í öðrum færslum komandi vetrar.
Með gleði í hjarta og bros á vör.
Halldór Arnarsson

1 Comments:

Blogger glamurgella.blogspot.com said...

ég elska þig

8:01 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home