mánudagur, febrúar 23, 2009

Vonbrigði

Eftir fremur slakan leik af minni hálfu á laugardag, toppaði það algerlega helgina að sjá mína menn spila einsog fífl gegn slöku liði Manchester City. Að vera úrvalsdeildarklúbbur í titilbaráttu sem lamast við það að missa sinn sterkasta leikmann er engan veginn ásættanlegt. Það er það eina sem hið illa afl úr Manchester borg hefur fram yfir okkur á þessum tímapunkti, og það er á góðri leið með að færa þeim titilinn. Hrikaleg vonbrigði, en það eru samt 12 leikir eftir, ekkert búið ennþá.
Hata að heyra Man Utd menn fagna titlinum, ekkert í höfn ennþá, en það versta er hvað þeir eru nálægt þessu. Grátlegt þar sem mér finnst Liverpool vera betur mannaðir á þessu tímabili, en það er þó með því skilyrði að tveir menn séu meiðslalausir. Þessir tveir menn hafa varla spilað saman allt tímabilið. Hrikaleg vonbrigði.
Var hvorki né í mínum leik á laugardaginn, lítið í boltanum og þegar ég fékk hann var ég ekkert að gera neinar rósir. Liðið spilaði illa og töpuðum 3-1. Gamall félagi skoraði á móti okkur, var rekinn í fyrra, markið vakti litla lukku hjá þjálfara og leikmönnum. Átti dauðafæri og klúðraði því, þótt að ég sé lítill markaskorari þá er það ólíkt mér að klúðra færum. Maður getur varla annað en hatað lífið á svona stundum og þá reynir maður að hugsa að fótbolti sé ekki allt.
En þegar maður býr svona langt frá flestu sem skiptir mann máli, er lítið eftir annað en boltinn. Þegar hann rúllar vitlaust er frekar erfitt að hafa gaman að litlu hlutunum.
Það eina sem bjargaði helginni var að ég sá bestu mynd allra tíma, Taken.
Liam Neeson er nettasti gæji sögunnar, staðfest. Harðari en Bruce í Die Hard, Stallone í Rambo og svona mætti lengi telja. Án efa mynd sem verður aldrei toppuð. Langt síðan ég hef verið svona "fired up" yfir mynd. Þetta verður myndin sem ég sýni syninum á fermingardaginn. Það þarf enga helvítis athöfn, taken í tækið og drengur verður að karlmanni.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég ætla að halda uppteknum hætti og vera ósammála þér. Stallone í Rambó er harðari, eða svona svipað harður allavega, nema hvað að minn maður Sly "HGH is the future" Stallone var svona harður í 4 myndum.

Taken er samt örugglega topp 5 bestu myndir sem ég hef séð síðasta árið, hún er alveg þrælgóð. Liam Nesson er vangefið harður í þessari ræmu.

11:23 f.h.

 
Blogger Halldór said...

Figure of speech Rúnar, það er ekki hægt að bera þessa menn saman, því Rambó er miklu meiri skáldskapur en Taken. Enginn maður hefur nokkurn tíma leikið svo raunverulegt hlutverk og verið jafn harður.

6:43 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home