föstudagur, mars 13, 2009

Bjartir dagar

Hef áttað mig á því að ég skrifa yfirleitt hérna inn á þegar ég er blár og hallast nær botninum en miðjunni. Ætlaði því að líta inn á þessum góðu dögum reglulegar. Típískur bloggari, að blogga um jákvæðni. Elska að lesa blogg hjá svona fólki sem er að eiga þokkalega erfiðan hversdag, en ákveður svo að vera jákvætt og hamingjusamt. Þetta hefur mér alltaf fundist fyndið, að ákveða að vera jákvæður. Auðvitað er hægt að nálgast heiminn með jákvæðu hugarfari, en mér hefur alltaf fundist þetta hálfkjánalegt. Að heita því að vera hamingjusamur er fáranlegt, því enginn veit hvernig morgundagurinn tekur á móti þér. Moggabloggarar eiga rosalega auðvelt með að fylgja eftir þessari lífsspeki þegar tímarnir eru góðir, en það er enginn jákvæður á erfiðum tímum. Það eiga allir sína góðu daga og sína slæmu, og að nálgast þá eins er fáranleg tillaga. Ef maður sveiflast ekki örlítið niður á slæmu dögunum, ferðu jú ekki langt upp á góðu dögunum. Sveiflan er skárri en miðjumoðið. Kannski er þetta bara því ég er svona þokkalega neikvæður á mínum slæmu dögum, og finnst pirrandi þegar fólk á vonlausa daga og getur ekki bara tekið því.
Segja við sjálft sig að dagurinn hafi verið hræðilegur hingað til og versni sennilega, alveg einsog góðu dagarnir geta alltaf batnað. Er að átta mig á því að þetta er frekar brenglað, svona líður mér samt. Það sem ég er samt aðallega að reyna að segja er að tilgerðar-jákvæðni fer í taugarnar á mér. Fólk sem er alltaf of jákvætt er líka hrikalegt, ótrúlega þreytandi,
Kem þessu ekki almennilega frá mér, videre.
Leikur á morgun, á þeim frábæra tíma klukkan 12, sem væri svosem ágætt ef þetta væri ekki um einn og hálfan tíma í burtu. Það sem er frekar leiðinlegt við tímasetningu og staðsetningu er stórleikur Man Utd og Liverpool, þetta verður samt easy. G og T eru sameinaðir eftir margra mánaða fjarveru, basic. Leikurinn endar 0-3. T 2 og G 1, og G skorar BTW mark ársins.
Annars vildi ég óska Gumma Kri til hamingju með landsliðssæti, genatíska undrið loksins að fara að kjöta í A-landsliðsbúningnum, ekkert nema jákvætt. Á núna tvo landsliðsfélla, mjög fyndið hvað annar er hógværari en hinn svona dags daglega. Menn eru jú misjafnir einsog þeir eru margir.
Skora á alla sem vilja detta í lauflétt spjall og fá ráðleggingar um lífið og tilveruna að hringja eða henda mér inn á Skype. Ég er hrikalega úrræðagóður og hef slatta af frítíma líka.
Vi ses

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home