fimmtudagur, mars 05, 2009

Lífið

Á mánudagsmorgun átti ég ótrúlega tilfinningaríka og rómantíska stund um borð í flugvél á leið til Danmerkur. Kannski er hægt að kenna svefnleysi helgarinnar og þeirri staðreynd að klukkan var eitthvað í kringum 7,15, en þegar flugvélin tók á loft leið mér virkilega undarlega. Ég áttaði mig í fyrsta skipti almennilega hvað ég er að skilja eftir á Íslandi. Auðvitað hef ég saknað margra áður og allt það, en þarna einhvern veginn efaðist ég í fyrsta skipti. Held samt að það sé fullkomlega eðlilegt að líða svona inn á milli, sérstaklega þar sem kærasta, fjölskylda og allir mínir vinir verða eftir. Það sem mér finnst erfiðast er hvað ég er annar karakter hérna úti en heima. Ég er ekki þessi hálfviti sem ég elska að vera, er meira fyrir sjálfan mig og er feimnari en marga grunar. Ég er samt ekkert að meina að ég sé einn út í horni og láti það alveg vera að opna munninn, en þetta er samt allt öðruvísi. Einhvern veginn fílaði ég mig betur á Íslandi, en þetta er fórnin. Ég finn hversu miklu betra þetta umhverfi er fyrir mig fótboltalega, og það er það sem skiptir mig máli í dag. Hugsa að fáir átti sig á því hvað þetta skiptir mig miklu máli, því þetta er farið miklu lengra en að vera eitthvað sem veitir mér bara ánægju. Að verða betri í fótbolta er eitthvað sem ég hef hugsað um nánast hverja mínútu síðustu 3 ár. Það er að takast, en einsog ég sagði, maður fórnar ýmsu.
Ég er samt með móment sem ég hugsa um þegar mér finnst allt ganga illa. Þetta er svona frekar mikill turning point í mínu lífi. Því einsog glöggi lesendur hafa kannski komist að gat ég ekkert í fótbolta þangað til ég var svona 17 ára, basic. Eftir einhvern þriðja flokks leik (16 ára) fékk ég far heim með þjálfaranum mínum, fínn gæi og góður þjálfari. B-liðs leikur, ég var á eldra ári, og ég hafði látið einhvern fermingarstrák valta yfir mig, pirringur í hámarki. Þjálfarinn ákveður að kafa djúpt í pepp-brunninn og talar um fótbolta og lífið. Ég man að ég hlustaði ekkert rosalega vel, var svo sár út í sjálfan mig og allt það. Man bara eina setningu sem hann sagði, hann meinti það ábyggilega hrikalega vel. Var að útskýra að sumir væru late bloomers, og ég gæti orðið góður leikmaður í framtíðinni, því ég hefði þetta hjarta.
"Þú verður aldrei neinn atvinnumaður Dóri, en þú getur alveg orðið fínn í fótbolta" Svo kom eitthvað um að ég gæti orðið framtíðarmaður hjá ÍR, sem voru btw í annari deild á þessm tímapunkti að skíta á sig.
Ég man hvað ég varð fyrst niðurbrotinn að heyra þetta, því innst inni hafði mig alltaf dreymt um þetta. Ég gerði mér auðvitað grein fyrir því að drastískar breytingar þyrftu að eiga sér stað til þess að stökkið frá bekkjarsetu í þriðja flokki yfir í fyrstu ellefu hjá Liverpool, en ég trúði alltaf á þetta. Ég man að frá bílhurðinni og að dyrunum heima ákvað ég að slengja þessu einn daginn framan í hann. Hringja frá Liverpool og spyrja hann hvað hann væri að gera, "já okey ertu ennþá að þjálfa? Má ekki vera að þessu Stevie er að sækja mig við erum of seinir, já og btw ég er atvinnumaður í fótbolta. How do you like them apples?
Kannski eitthvað sem flestum finnst voða saklaust, en hefur lifað sterkt hjá mér. Er eiginlega á því að allir þurfi eitthvað svona til þess að koma sér fram úr á erfiðustu dögunum. Þegar allt annað bregst eru það svona moment sem mótivera mig. Þótt að á 350 dögum ársins þurfi ég ekki á þeim að halda, er gott að hafa svona plan B á slæmu dögunum.
Dagurinn í dag var einn af þessum dögum, mánudagurinn kom einhverju af stað sem braust út í dag. Þegar komið er yfir fyrstu 10 mínútur æfingarinnar gleymist svona, en það að eiga svona minningar sem ýta manni yfir erfiðasta hjallann, er ómetanlegt.
Og djöfull var ég góður á æfingu í dag.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var klárlega þín besta færsla Halldór. Þú ert greinilega að vaxa mikið þarna í Danaveldi og djöfullinn danskur sem þú ert köttaður helvítið þitt. Þessar myndir á facebook eru alveg stórkostlega glataðar en engu að síður ruddalegar.

Það kemur alltaf einhver punktur sem kveikir í manni og það kemur líka alltaf einhver nýr, ný hindrun ný mótívasjón.

from a fellow schollar,
Roneby Karson

12:14 e.h.

 
Blogger Halldór said...

Þakka það Rúnar.
Myndirnar voru teknar í miklum svefngalsa, og djöfull skil ég myndaflipp kvenfólks mun betur eftir þessa reynslu, því þetta er ruddalega gaman. Kjánalegt engu að síður, en mjög fyndið.

7:56 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home