mánudagur, mars 09, 2009

Var rétt í þessu að kveðja góðvin minn Axel Kára, sem heldur aftur heim til Íslands í dag. Sorgleg stund þar sem við höfum haft það ógurlega gott saman undanfarna 2 mánuði, og verður þetta ekki samt án hans. Hann var þó ekki sá heppnasti hérna úti, lenti í leiðindapakka með nárann og ákvað því í samráði við þjálfara að halda heim og ná sér bara góðum fyrir Íslandsmótið, þar sem ljóst var að meiðslinn myndu taka stóran part af seasoni hérna úti. Hann snýr því aftur vonandi fullur sjálfstrausts, því hann fékk mjög góð meðmæli frá þjálfara, sem er argur yfir að missa hann.
Ég efast ekki um að hann mun standa sig í sumar, ég hef kennt honum ýmislegt á þessum stutta tíma. Lífið heldur samt áfram, ég mun ekkert leggjast í dvala þótt að hann sé horfinn úr hversdagsleikanum, minningarnar eru margar, og Taken klárlega sú besta.
Ef við snúum okkur aðeins að mér þá gekk mér vel um helgina. Skoraði frábært mark a la Steven Gerrard og spilaði vel. Sá svo til þess að talað yrði um mig eftir leik þegar ég fékk rautt spjald á 85 mínútu. Tvö gul gera eitt rautt, en seinna spjaldið var nauðsynlegt. 5 á 3 skyndisókn hjá hinum og ég braut pent á boltamanninum. Þótt pent væri brotið sá dómarinn sig knúinn til þess að lyfta spjaldi. Þjálfarinn sagði eftir leik að þetta hefði verið rétt ákvörðun, og þótt það sé alltaf ömurlegt að fá rautt, þá er ég samt sáttur með minn leik.
Ef ég tel rétt þá er ég kominn með 3 mörk í 5 leikjum, þrátt fyrir það að spila yfirleitt sem varnarsinnaður miðjumaður. Það er þokkalegt, kannski að feðragenin séu að kikka inn, en gamli var að eigin sögn mikill markaskorari.
Þótt að Axel sé farinn þá má ekki gleyma að við erum ennþá tveir Íslendingarnir. Ágætt að hafa samlanda sér við hlið, en hann er þó búinn að vera mikið í Köben undanfarið, lenti í einhverjum meiðslum líka. Hugsa að næstu dagar verði undarlegir, en maður venst öllu. Nýti núna tímann í að ná upp öllum þeim lærdómi sem ég hef trassað, og svo fer að líða að þeim tíma sem maður getur byrjað að æfa einsog ég vil gera. Þetta pre-season hefur verið of líkamlega erfitt fyrir 10-11 æfingar á viku, en nú fer tímabilið að hefjast og þá skiptir maður örlítið um gír. Þungar lyftingar og drápshlaup verða í minna mæli og boltinn í stærra hlutverki.
Þangað til næst
Adios

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þín verður sárt saknað, saman gerum við heiminn að betri stað.
Kv. AK þinn besti vinur

5:12 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Minn besti vin, heimurinn verður ekki samur fyrren við verðum sameinaðir. Með ískaldan björn frænda og TI á fóninum.
People get zhiiiiiiived in the joint.
Kv. Danger

7:14 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Þið eruð krúttlegir

kv. Dagmar

9:50 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home