föstudagur, mars 20, 2009

Var rétt í þessu að spjalla við móður mína, og þurfti að hætta vegna þess að ég ætlaði að klára ritgerð sem ég á að skila núna eftir 1 og 1/2 tíma. Það var ekki lygi, það var planið, og er. 5 mínútna frestun er mitt millinafn þessa dagana.
Annars sá ég lokaþáttinn af Friends í dag. Hef séð hann áður, en ég átti samt erfitt með mig. Leiddi þá hugann að öllu fólkinu sem sat límt við skjáinn hvern fimmtudag í 10 ár og missti aldrei af því þegar Ross féll fyrir Rachel, og kann alla brandara sem Chandler hefur sagt.
Allar einhleypu húsmæðurnar, allar unglingsstúlkurnar, viðskiptajöfrarnir og fleiri. Nú var ég barn sem bjó við kröpp kjör. Ólst upp í gettóinu, og fólk í gettóinu eyðir ekki peningum í Stöð 2, við byrgjum okkur upp af Slots og hnífum. Gettólífið gerði það að verkum að ég upplifði þetta aldrei, ekki fyrr en ég fékk þetta allt lánað hjá frænkum mínum sem fluttu úr gettóinu, og auðguðust skyndilega. Féll fyrir þessu, fyrsti þátturinn sem ég lá yfir og horfði á heilu séríurnar á nokkrum dögum, eitthvað sem er orðið að einstökum hæfileika núna.
Aftur að umræðuefninu, lokaþátturinn hlýtur að hafa verið erfiður fyrir fólkið sem hleypti þessum þáttum inn á líf sitt. Að sjá þau öll skilja lyklana eftir var erfitt, en eftir að kreditlistinn rúllaði hljóta margir að hafa brostið í grát. Þetta er svolítið einsog að kveðja góðan vin, og vita að þú sjáir hann aldrei aftur. Nema kannski ef að WB verða short on cash og splæsa í mynd.
Sjónvarp getur fokkað manni upp, virkilega illa. My girl er gott dæmi, púha.....
Annars er ritgerðin næst á dagskrá og kæling á tvöföldum ökkla. Ég fæ óútskýranlegt kick út úr því að spila meiddur. Það hefur ekki gert mér gott í fortíðinni, en mín role models eru ekki beint til að hjálpa. Ég hugsaði það lengi hvort ég ætti að sleppa æfingu í dag og missa af leik á morgun, eða teipa mig og harka af mér. Á endanum datt ég á youtube, og fann brot af barneskjuhetjunni Paul Ince, að spila ökklabrotinn. Easy decision eftir það.
Annars upplifði ég frábært augnablik í dag. Við mættum þrír alltof snemma á æfingu og sátum inn í klefa í léttu spjalli, þegar annar þeirra spyr mig hvaða leikmanni ég líkist mest.
Hinn svarar fyrir mig "ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þú minnir mig á Patrik Viera".
Djöfull var á above the pain á þessari æfingu, ef Paul Ince og Patti Viera koma þér ekki í þetta ruddalega hugarástand, þá skaltu halda þig fyrir utan völlinn.
Annars er leikur á morgun og planið er það sama, teipa og hugsa um Paul Ince. Mig hefur oft dreymt um þetta, fara í viðtal 2 dögum eftir leik, ökklabrotinn og segja einsog gamli Gattuso (eftir að hafa spilað með slitið krossband í 4 mánuði), þetta var bara ekkert það vont.
Fáranlegir draumar, en mér finnst þetta drullunett. Að vera harðari heldur en beinbrot er top of the shelf. Segja sjúkraþjálfaranum að halda kjafti og teipa þetta saman, Paul Ince style.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

nenniru að blogga marr

1:43 e.h.

 
Anonymous rakel sif said...

farðu nu að deila oplevelse sem og fleiru með okkur.

hilsen
rakel

7:51 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Já sammála, vill fá nýtt blogg Dóri :)

kv. Dagmar

3:47 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home