miðvikudagur, júlí 22, 2009

Framtíð

Ég var kominn með djöfulli langa og algjörlega stefnulausa og út í hött færslu um eitthvað Pétur Pan-syndrome og fullorðinspakka. Drepleiðinlegt ef ég segi alveg einsog er.
Var á Twitter áðan og ég bið Guð og hans líka að sjá til þess að þetta muni ekki verða það sem drepur Facebookið. Ég kann ákaflega vel við Face-ið og Twitter er mun meiri skuldbinding, svo ekki sé minnst á það að 80% af því sem ég hef séð er bara fólk hefur alltof mikinn frítíma og ekkert við hann að gera.
Stífa æfingar, þjálfarinn mental, same old same old. Kvarta ekki því ég rústa öllu slíku hérna, Hverfis drap mig ekkert í sumar sem er indælt á svona tímum.
Sambúð á næsta leyti og er ég því að nýta tímann í að gera alla þá karlmennskuhluti sem hverfa með kvenmannstötsti inn á heimilið.
Dettur ekkert í hug, ekkert.
Stutt og laggott jafnvel bara, efa að þetta verði að vana. Sérstaklega ekki eftir að sambúðin hefst, ef marka má alla þá Hollywood tíma sem ég hef splæst í, þá á maður aldrei að gifta sig og þegar sambúð hefst snýst líf þitt í kringum þarfir konunnar. Merkilegt að maður fari ekki betur að svona ráðum þegar sjónvarpið sýnir brennda karlmenn í klukkustundavís. Mætti kalla mig heimskan, ég vil frekar kalla þetta kæruleysi, enda kærulaus með eindæmum.
Ég hef misst bloggtaktinn ef ég hafði hann einhvern tímann, fólk mun misskilja hvert orð og dæma mig á vitlausum forsendum.
Fuck it...

1 Comments:

Anonymous rakel sif said...

finndu bloggtaktinn og leyfðu mér að fylgjast með.

kveðja
raakel

12:19 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home