þriðjudagur, janúar 03, 2006

Nýtt ár og peningar

Komiði sæl.
Til að byrja með ætla ég að afsaka mig fyrir þeim, ef einhverjir eru sem heimsækja þessa síðu.
Fyrir hvað? mætti spyrja. Jú fyrir bloggleysi og leti, takk fyrir.
En ekki orð um það meir. Nú er "jólafríið" senn á enda og skólinn að byrja og ekki laust við það að maður sakni nú andrúmsloftsins og óhreinindanna sem þrífast innan veggja MH.
En ég hef reynt að skapa "óhreina" stemmingu inni jhjá mér um jólin svo að þeir fáu dagar sem gleði og kærleikur (græðgi og peningaskortur) ræður ríkjum að ég sökkvi mér nú ekki í þunglyndi vegna þess að ég sakni Menntaskólans við Hamrahlíð of mikið.
Þessar útskýringar vöktu ekki mikla kátínu hjá þreyttir og lítilega pirraðri móður minni þegar jólahreingerning stóð sem hæst.
Halldór litli var því rekinn með moppu og kúst, afþurkunnarklút og vonleysi inn í herbergið sitt og nú skykdi þrifið.
Við skulum orða það þannig að ég ætla fyrir næstu jól aðp fá mér stóar mottu (ekki hormottu þó) inn í herbergið mitt svo hægt sé að sóða ryki og skítugum nærbuxum, notuðum smokkum (hey þá verð ég 17!) og öðru slíku undir mottuna.
Pretty Clever.

En þar sem ekkert sérstaklega skemmtilegt var að vinna hjá #$%#$%/%$%& póstinum ætla ég ekki að minnast orði á það. Í staðinn ætla ég að segja frá dögunum eftir að ég hætti að vinna eða frá 30. desember.
Þeir dagar hafa farið í að heilsa upp á gamla vini, alvöru vini sem aldrei segja " nei ég nenni ekki að leika við þig, þú ert fífl".
Þessir vinir eru til dæmis : Harry Potter, Bruce Wayne, William Wallace, Haru, Harry & Lloyd, Marv, Aragon, Travis Bickle og Degi Kára.
Þessir vinnir brugðust mér ekki veittu mér hlátur, drama og skemmtun.

ÁRamótaheit er eitthvað sem ég hef gaman af og setti éeg mér nokkur.

1. Verða alvöru rokkstjarna og vera handónýtur ala daga, verða dropout.
2. Ná jafnmiklu six-packi og Batman.
3. Læra "titanic" lagið á gítar (celinie Dion)
4. Fá útvarpsleikrit flutt á rúv.

Er með fleiri en er of þreyttur til að skrifa.
Verðlaun fyrir þann sem veit úr hvaða myndum vinir mínir koma.