þriðjudagur, desember 18, 2007

Elite Coolness

Að blogga með sólgleraugu, í fínni fötum en gengur og geristog í þokkabót með lakkrísbindi, væri ekki nærri því jafn svalt og það er í raun og veru nema að platan Loveless er spiluð á fullum styrk.
Helst þyrfti ég að vera viskíþambandi og keðjureykjandi, en ég bæti það upp með engum sokkum, og var ég búinn að nefna sólgleraugun?

MH-peggun í kvöld, þar er ávallt mikið um góðan mann og slæman. Vonandi að þeir slæmu haldi sig bara frá mér.

Lag helgarinnar : Gummi er kóngurinn

Maður Augnabliksins: Guðmundur Kristjánsson

-ég ætla að fá 12 skot, hafðu það tópas.

mánudagur, desember 03, 2007

Módernískur

Að vera módernísk kona er eins auðvelt og að drekka vatn.

Stór-Karlar tala
um allt milli himins og jarðar
stjórna með veldissprotum
litlu fólki
einsog mér og þér
Konan situr í skugganum
þrífur skítinn
og nærist á honum
einn daginn mun skíturinn
vera ósnertur
og Stór-Karlar munu þá
missa veldissprotana



því skítur og drulla er
kryptonite veldissprota.

Femínismi er öflugri en atóm.

Halldór (kona) Arnarsson


Cry me a fucking river og gerið eitthvað í málinu. Módernistaaumingjar. Stofniði fyrirtæki og látið karla þrífa.

laugardagur, desember 01, 2007

Hrakningar

Ég hef komist að því að þessi langa pása mína hefur drepið algjörlega baráttuþrek þeirra fáu sem reglulega litu við á þessari síðu. Ég tala því fyrir daufdumbrum eyrum og býst því ekki við að mikið mark verði tekið á mér. Skólaönninn í MH kláraðist síðastliðinn föstudag og var það gífurlegur léttir. Ég var orðinn uppgefinn eftir að hafa laumað mér úr óteljandi tímum og endalausu letilífi í annars ágætum sófum í NKJ. Það nefnilega tekur á taugarnar að vera endalaust að gera eitthvað.
Þess vegna líkar mér ágætlega við próf. Liggja heima glugga í bók, sofa út og hlusta á tónlist, kannski kíkja í bíó um kvöldið.
Þar sem enginn les þetta þá hef ég ákveðið að tala restina í stikkorðum.
Ég, helgi, nýrómantík, móderinismi, póst-móderinsmi, próf, fleiri próf, annarlok, jólabjór, hlaupa, vinna, jól, matur og tuborg juleöl.

Takk fyrir ekkert