mánudagur, apríl 23, 2007

Klúður og púður

Um daginn er ég kom heim eftir erfiðan og gífurlega streitumikinn dag ákvað ég að kíkja á hvað verið væri að sýna í sjónvarpinu. Á Rúv var eitthver típískur Rúv þáttur um ekkert með leiðinlegu fólki. Leiðinlegt fólk að tala um ekkert, er svolítið einsog trúboðastarfsemin í MH. OK, mér leið sumsé einsog svona ástralskur ofsatrúarunglingur hefði laumað sér undir sófann minn og um leið og ég lagðist sprottið fram og bundið mig við sófann, svo ég gat hvorki hreyft legg né lið. Því næst fór hann að boða trú af miklum móð og kom þá í ljós að þetta var klofinn vísindakirkjuofsi og Jesúofsi. Þetta var sú tilfinning sem þessi þáttur kallaði fram og því þarf ég væntanlega ekki að taka fram að hann var leiðinlegur.
En það góða við sjónvarpið er að það eru margar stöðvar. Í mínu herbergi eru þær tvær, sem er dálítið aumt miðað við allan þann fjölda stöðva sem er til í heiminum. "ég er einsog dropi í hafi sjónvarpsstöðva" svo maður vitni nú í Stein Steinar.
Þegar ég stillti síðan í flýti yfir á hina stöðina, blasti við mér það sem mér finnst eitt það ógeðfelldasta í öllum heiminum, fæðing barna. Hvað sem fólk segir þá er ekkert töfrandi við fæðingu barna. Allir sem segja það eru bara að ljúga. Svona var þetta :
Ein kona liggur í rúmi, þessi kona er ekkert glöð og brosandi eða hamingjusöm. Hún er eiginlega að reyna að tjá okkur það að eins mikinn sársauka er ekki hægt að upplifa, og að ákveðinn hluti hennar sé að rífna í sundur.
Maðurinn hennar er heldur ekkert hamingjusamur, hann hefur aldrei séð neitt jafn ógeðslegt og óskar þess að hann hefði nú drullast til að nota verjur, eða lemja konuna sína nógu fast svo þetta kæmist aldrei alla leið.
Nýfædd börn eru líka ekkert sæt. Þau eru öll í blóði og ógeðslegu slími og þau hætta ekki að grenja. Grenja og grenja. (Þegar ég fæddist reyndu foreldrar mínir að býtta á börnum, því ég var ljótastur á fæðingardeildinni, með keiluhaus, blár og feitur.)
Þetta var þá semsagt þátturinn Fyrstu skrefin á Skjáeinum. Ekki bara ógeðslegur heldur líka leiðinlegur.
Þarna var ég milli steins og sleggju. Ógeð og leiðindi eða bara rosa mikil leiðindi. Ég slökkti á sjónvarpinu og grét.
Börn eru samt alveg krúttuleg svona daginn eftir fæðingu, en þegar ég eignast barn mun ég kenna því að syngja fagran söng í staðinn fyrir að grenja. Ég myndi bara skilja mitt eftir á spítalanum ef það væri jafn leiðinlegt og þetta barn í sjónvarpinu.
Leiðinleg börn, verða að leiðinlegum unglingum, sem síðar verða að fullþroska leiðinlegu fólki sem angrar heiminn næstu áratugi. Svo ef þið sjáið leiðinlegt barn á vappi.......látið það hverfa.

miðvikudagur, apríl 18, 2007

Under the influence of my friends on Blogspot

Jújú enn og aftur er Halldór dottin í letipúkann. Ég held samt að ég sé mjög skringilega latur. Einfaldlega vegna þess að letin er ekki krónísk eða skeptísk, heldur leynist hún grafin í tilurð sálartetri mínu. Metaforísk manía brýst nefnilega stundum í gegn og hversdagsleikinn verður litaður af hippókrísu jafnt sem paranoju með stórum skammti af sjálfsfyllingu. Ég elska báða persónuleikana jafn mikið, einsog maður sem elskar öll börn sín á ceremónískan pervisma.
Af hvunndeginum er allt gott að frétta. Ég nærist, bæði andlega og líkamlega. Andlega næringin er skeptísk, því hver getur staðfest tilvist sálar. Því i myrku herbergi lýsir sálin ekki og í ljósmiklu herbergi stafar ekki af henni skuggi. Hvert fer andlega næring mín þá. Hamingja, þrá, depurð, gleði yfir fyrsta sólskini sumars og fuglasöng. Fer þetta í ristilinn? Er fólk með ristilkrampa þá í raun í tilvistarkreppu, sem endurspeglast í of lítilli andlegri næringu. Andleg næring er ekki einungis fyrir anda. Allir verða að hugsa að velferð sálar. Aðgát skal höfð í nærveru sálar, er ekki grín. Þetta er ekki eitthvað Edward Murphy grín sem á að vera fyndið. Manía, paranoja, skeptísk gleði og missir er næringarsogandi fyrir ristilinn. Hlátur lengir lífið, og nunnur deyja ungar. Að guð taki þá góðu fyrst er þvæla og þvættingur. Heili minn springur úr þrá yfir atómísku sambandi við sjálfan mig, ég finn til þess vegna er ég.
Guð sendi mig á jörð sína með hlutverk, ég er ljós heimsins, þeir sem á mig trúa þurfa aldrei að ganga í myrkri heldur feta braut sína í ljósi

sunnudagur, apríl 15, 2007

Halldór tekur við stjórn

Ég hef oft velt því fyrir mér afhverju ég er ekki æðsti maður Íslands. Ég hef alltaf mun betri skoðanir á flestum málum heldur en ráðamenn þjóðarinnar. Ég væri löngu búinn að leyfa vændi og lækka áfengisaldurinn. Leyfa þessum aumingja konum að vinna sér inn smá extra cash fyrir smá dinglumdangl í þeirra eigin brók. Eru femínistar á móti því að allar konur fái vinnu. Konur sem hafa ekki gáfur í verkfræðinginn geta alltaf dottið í vændiskonuna. Sneller.
Stækkum álverið. Ef ekki er til álpappír.... Nú reyndi ég lengi að finna upp aðstæður þar sem álpappír væri nauðsynlegur, gat það ekki. En það er tussuflott að eiga stórt álver, læður fýla ekki náttúruna, þú höllar ekki útá steina, þú höllar útá álver.
Bjór í matvörubúðir, auðveldum drykkju og asnaskap. Við Íslendingar höfum ekki gengið alveg nógu langt í að misnotka áfengi og ekki er alveg nófu mikið um nauðgunar-,fyllerís- og óskilabörn á strætum landsins. Virkjum áfengi til góðs og fjölgum þjóðinni.
Femínistaflokkinn úr landi. Þessi vitleysa er kominn alltof langt og tími til kominn að Guðbjörg Hildur a.k.a Smáraklám og co taki skrefið úr atvinnu í eldhús. Tökum höndum saman og hverfum aftur um nokkur hundurð ár, þegar allir, hvítir, svartir, konur, hundar og karlar lifðu í sátt og samlyndi í eðlilegum kringumstæðum.
Bönnum reykingar á kaffihúsumbannið-a.k.a drepum kaffihús herferð ríkisins er einhver mesta snilld sem ég hef heyrt um. Afleiðing femínista sem halda að kaffihús sé vettvangur fyrir þær að hittast með ungabörn sín að tjilla og væla yfir því að til séu yngri og fallegri læður en þær , halló til þess eru settir bekkir á Ingólfstorg, sæti á Hlölla og stólar í eldhúsið, þið eigið ekki heima á kaffíhúsum.
Eyðum náttúrunni, veiðum allan fiskinn, borðum eina mc sem er fitandi, lifum hátt og deyjum ung. Ísland er land þitt, njóttu þess og ofnýttu það.
X-Halldór í æðsta mann, maður sem tekur ákvarðanir.