laugardagur, nóvember 24, 2007

Sími og bjór

Ég fékk rétt í þessu mjög svo skemmtilegt símtal. Þar sem ég sat við tölvuna ákvað ég að blogga um það. Þótt ég sé þess fullviss að mín langa bloggpása hafi fælt síðustu heimsækjendur síðunnar á brott.
Númerið byrjaði á 431. Alltaf þegar ég fæ símtöl frá stöðum sem ekki eru í Reykjavík verð ég alltaf stressaður. Ég held alltaf að nú hafi ég verið kærður eða þá tekinn í misgripum fyrir eitthvað erkiflón sem abbaðist upp á litlu systur "Nonna litla" sem er stræsti og sterkasti maðurinn á Borgarfirði Eystri. Þess vegna var ég temmilega hræddur þegar ég tók símtalinu.

Ég: (stress.is) Ha-Halló
Utanbæjarnúmer: (með unglingsstúlkuröddu) Halló, við hvern tala ég?
Ég: uuuuuu ég heiti uu Halldór
Stúlkan: Selurðu bjór?
Ég: (mjög hvumsa og skilningslaus) Ha? og rek upp stór augu.
Stúlkan: (vandræðaleg.is) Ertu bjórsali?
Ég: nei (og hlæ hæðnislega)
Stúlkan: okey


Ég: Ekkert mál, sjáumst.

Vona að þetta sé ekki eitthvað gott grín, að láta númerið mitt ganga og koma af stað sögusögnum að ég sé bjórsali. Það væri samt mjög fyndið.
-l8tr