fimmtudagur, mars 30, 2006

Comeback of the year

Andrúmsloftið í salnum var rafmagnað. Fólkið tók andköf þegar það sá svart á hvítu, lifandi dæmi um hvað hafði í rauninni skeð. Hljómsveitarmeðlimir tínast inn á svið einn aföðrum og gera allt reiðubúið það sem flestir myndu kalla "event of the year". Gítarleikari og söngvari sveitarinnar gengur þungum en vonargefandi skrefum að hljóðnemanum. Í stutta stund horfist hann í augu við salinn, vinnur hverja einustu sál á sitt band og hver einn og einasti hugsar að þessi maður sé tákngervingur karlmennsku, þarna standi hinn illa klæddi íslenski draumur.
Um leið og hann opnar munnin og hyggst deila visku með áhorfendum rifnar flóðbylgjan, allt ætlar um koll að keyra. Karlemnn öskra, konur missa meðveitund, vatn og leg af fögnuði. Meira að segja dádýrin sem vafra frjáls um svæðið hlýða kalli leiðtoga mannkynsins og lúta höfði.
Í annari tilraun kmeur hann orðunum til agndofa lýðsins sem getur vart hamið sig.
Með karlmannlegri rödd sem um leið er full af gleði og von en um leið gefur til kynna sorgir og angist segir hann "Gott kvöld og verið velkominn á þetta comeback. Ég heiti Gunnar og við erum hljómsveitin Amos, ég skil aðþað hafi verið erfitt að lifa meðan við lágum í dvala en sorgir ykkar eru á enda. Fyrsta lagið okkar: DILJÁ.

Þessi fáu en dramatísku orð eru tilbúiningur, eða allavega hvað mig varðar því ég var því miður (eða sem betur fer?) ekki á comeback tónleikum Amosar. Þessi orð áttu aðeins að fanga athygli ykkar um stund því ég hef ákveðið að grípa aftur í lyklaborðið. Já þetta er rétt skilið ég er að koma með comeback.

En þetta verður ekkert venjulegt comeback, ekkert einsog hjá Amos eða Ego. Ímyndið ykkur Jesú á jörðinni í annað sinn 2006 árum eftir fæðingu frelsarans og þá sjáiði hversu stórt mitt comeback.

Kveð að sinni.

Mr. Arnarsson