sunnudagur, ágúst 24, 2008

Loksins rumskar Risinn

ÍR er loksins komið upp úr áralöngum skít, bæði í Meistaraflokki sem og öðrum flokki. Megi félagið lengi lifa og vonandi að þetta sé aðeins byrjunin. Því mikið djöfull er ég orðinn þreyttur á að skítaklúbbar landsins fjölmenni deildirnar fyrir ofan meðan Stórveldið steinsefur í neðri deildunum. Risinn er að rumska og þegar hann hefur vaknað til fulls verður hann óstöðvandi.

Djöfull hlakka ég svo til að valta yfir hrokagikks-smákóngana í Leikni á næsta ári. Þá munum við vonandi færa þeim nýtt skilti þar sem sannleikurinn fær að standa skírum stöfum um ókomna tíð á veggjum félagsheimila í Breiðholti.

ÍR STOLT BREIÐHOLTS.

Þótt að þetta væru sennilega bestu lokaorð sem hugsast gætu langar mig að tjá mig aðeins um landsleikinn í morgun. Gríðarlega svekkjandi, en ekki hægt að neita því að árangurinn var góður. Silfur er ekkert slor, en við skulum algerlega hafa eitt á hreinu. Maður vinnur ekki silfur, maður tapar gulli.
Þess vegna vil ég setja spurningarmerki við þá íþróttafréttamenn sem spurðu sig þeirrar spurningar í enda leiks "Hvert erum við komnir þegar við erum ósáttir við silfur á ólympíuleikum?" Hvar í andskotanum eru menn sem eru sáttir við silfur. Það er ótrúlega rangt að sætta sig við annað sætið þegar þú átt möguleika á því fyrsta.

If you ain't first, your'e last.

En það er sennilega ekkert í þessum heimi sem fokkar manni jafn mikið upp og þetta handboltalandslið. Ef fótboltalandsliðið hefði helminginn af liðsheild kollega þeirra úr handboltanum, þá hefðu aserar ekki farið heim syngjandi og trallandi.

Að lokum fór Danmörk betur en nokkur þorði að trúa og urðu eftirmálar af því. Skrifa betur um það ef eitthvað bitastætt verður úr.

ÍR STOLT BREIÐHOLTS