föstudagur, júní 24, 2005

MH og FÍH

Blessuð Linkína.
Þú hélst kannski að ég hefi gleymt þér en svo er ekki. Hef aðeins verið latur og þreyttur.
Nú spyrð þú hvað geriir þig svo latan og þreyttan? Jú einfalt svar= vinna.
Ég vinn við það að fylgjast með litlum kókaínhressum krökkum og fylgist með því að þau geri einhverjar fótboltaæfingar oft á tímum með mismikilli ánægju og þegar kókaínhressir krakkar eru fúlir, reiðir eða pirraðir byrjar kókaínið að virka!
Þá segir einhver púki í höfðinu á þeim : hlauptu eins hratt til hægri og þú getr, Núna og stoppaðu ekki fyrren ég segi. Og hver haldiðpi að þurfi að hlaupa á eftir þeim, róa þau ,sannfæra þau um að þetta sé gaman. Nú auðvitað Indriði, enda er hann hlauparinn í hópnum.

Vinnan er annars frábær því krakkarnir eru oftast stilltir ef veðrið er sæmilegt og flæðið á æfingum fínt.

En já komst bæði inn í MH og FÍH þannig ég verð trebdí gæji á næsta ári því MH er einmitt trendí skóli Íslands og FÍH er trendí tónlistarksólinn!

Ein hress pæling hér sem er að gerjast í hausnum á mér, Afhverju vilja hermenn í stríði hafa guð á sínu bandi? Ef guð er með þeim er þa´ekki nokkuð ljóst að djöfullinn er með hinum. Og segjum að þið mættuð velja á milli geðveiktfriðsæls gaurs sem er dáldið skakkur í útvíðum buxum elskar alla með sítt dökkt hár, fílar Michael Bolton og spilar póló (Guð) eða ´þá þið mættuð velja feitt harðan death metal gaur í leðurfötum með haglabyssu, rottuhaus í vasanum og væri í bol sem á stæði á : I eat your eyes if you talk to me! Og í þokkabót ætti hann vin sem þekkir gæja sem í sakleysi sínu drepur íkorna í almenningsgörðum og selur á ebay.com (Djöfullinn). Hvorn vilduði hafa í ykkar liði í leik þar sem dráp væru aðalmálið! ÉG myndi velja death metal gæjann í illilega bolnum. P.S sá þessa pælingu í saving private ryan en spann út frá henni persónulysingarnar.

Ég er farinn að pikka upp Girls on Film á gítar læt ykkur vita hvernig gengur.
Bless og heyrumst!

sunnudagur, júní 12, 2005

Sonic Ferdinand

Já gott kvöld kæra síða.
Hugsa að ég skíri þig eitthvað þar sem ég er örvæntingarfullur piparsveinn. Ef enginn vill giftast mér þá giftist ég þér. Þá er spurning hvaða nafn henti þér. Var að pæla í Urlfríður eða Linkína þar sem þú ert netsíða. Líst vel á Línkína.

Þá byrja ég aftur.

Kæra Linkína
Mikið búið að vera í gangi hjá mér undanfarið. Ég er útskrifaður úr grunnskóla og get lögum samkvæmt hætt í skóla og farið að vinna. Kitlar ansi mikið að kaupa leðurjakka og gerast alvöru rokkstjarna einsog margir eðal menn. Hugsa að ég fari samt svölu leiðina og gerist sganfræðingur og Indí-plebbi þegar ég verð eldri. Stofna At the drive-in cover-band og drekk malt.
En útskriftin var fín, góðar einkunnir ég held ég svo nokkuð öruggur í MH, þannig ég þarf að fara að dusta rykið af scooterinu og rauða sæta treflinum mínum. Hann vakti kátínu í Breiðholtsskóla enda svalur einsog kúreki.

Shit pit vinnan byrjar á morgun klukkan 8:00. Það þýðir að ég þarf að vakna klukkan 7:00 og drattast niður á ÍR-völl að kenna gríslingum fótbolta. Kaldhæðni þar sem ég er framur lélgur í fótbolta.
En meeeen missti af Norbert tónleikum um helgina þar sem ég var á ættarmóti. Það var reyndar mega úber fjör. Hitta svalsta bónda allra tíma og nei hann var alls ekki frá Hólmavík.
Hann labbaði alltaf einsog ef Zombiar væru með hendur fyrir aftan bak og löbbuðu á fimmföldum hraða. MEGa úber super overdrive (minn er týndur og ef ég finnþann sem stal honum heygjum við einvígi í næstu fjöru.)

Hlustaði eiginlega bara á Fugazi í dag. Nett hresst í miðjunni (svo indí málshættir(tekiðúr á kantinum). Elska þá meira en Andrés Önd nei vó ekki hlaupa úr buxunum gæðingur, stilltu þig!


Júhú ég er farinn að horfa á eitthvað hresst!

P.S. Mæli feitt með Napoleon dynamite og sérstaklega deleted scenes.

P.S.2 fann ekkert sniðugt.