þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Demanturinn 2008

Halldór Arnarsson óskar unglingnum í Árbænum sem setti á fótinn heimasíðu ,sem er til þess gerð að níða Pólverja, formlega til hamingju með að vera harðasti unglingur í heimi.
Hin árlegu verðlaun "demanturinn" sem veitt eru þeim unglingi sem þykir skara fram úr í harðleika og naglaskap munu falla honum í skaut bráðlega.

miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Tómatar

Mér til mikillar ánægju uppgötvaðist með staðreyndarleit á hinum íslenska vísindavef að Tómatar tilheyra ávaxtafjölskyldunni. Um þetta hafði skapast ekki svo málefnaleg umræða í menntasetrinu við Hamrahlíð. Ætli það lýsi ekki best hversu ómerkileg manneskja ég er, að ég ljómi að innan þegar staðreyndir eru mér hliðhollar. Ómerkilegt segja kannski margir, en mér er eiginlega alveg skítsama.

Djöfull er Walk Hard samt fyndin. Slagar reyndar ekki upp í Superbad, en samt fyndnasta mynd ársins.

-You can take away my children, but you are not touching Miles.

Ef það er einhvern tíman lag dagsins þá er það í dag.


We are the champions