mánudagur, ágúst 03, 2009

Fyrir mömmuna

Flyt í mitt eigið húsnæði, með allri ábyrgð og afborgunum sem því fylgir á allra næstu dögum. Áhyggjurnar eru þó ekki miklar frekar en fyrri daginn, kæruleysi er gott á slíkum stundum. Get hugsað um lítið annað þessa dagana en flutning og bolta, og hversu óþolandi Svíinn sem flutti hérna inn um daginn getur verið. Tómari menn finnast vart á jarðkringlunni og er ég nálægt því oft á dag að kynna hann fyrir þeim stöðum sem Davíð venur komu sína á þegar hann kaupir ölið, en rólegheitamaðurinn sem ég er fæ alltaf púlsinn niðurfyrir 60.
Annars er lítið að frétta, nárinn eitthvað að stríða mér í dag og vona ég að það sé ekki alvarlegt. Nárameiðsli renna í blóðinu, því faðir minn vill meina að hann væri besti fótboltamaður heims ef hann hefði ekki tognað á nára hérna í einhverri hlöðu við heyhopp fyrir allmörgum árum síðar, reyndar í kringum þrítugsaldurinn, en maður tekur ekki trúnna af þeim manni, maður erfði allavega eitthvað.
Erfiðara en oft áður að vera fjarri fjölskyldu, eftir erfitt sumar en svo virðist sem allt sé að skríða saman. Faðirinn er að gæla við það að heimsækja mig þessa helgi sem væntanleg er. Fagna því að sjálfsögðu. Maður verður þá að heimsækja Davíð og fá fylgd á öl-staðinn, til að halda gamla manninum góðum.
Aukaæfingin búinn að vera stór partur af mér þessar vikur, en nárinn ætlar að halda mér eitthvað frá því á næstunni. Maður grætur nú ekkert fyrren maður fær að vita hvort eitthvað alvarlegt sé í gangi, en einhver skoðun sem ég fer í á morgun ætti að segja til um það.
Kveð að sinni
Danger