miðvikudagur, október 29, 2008

Óskipulagðar og óspennandi hugleiðingar hversdagsins

Sú goðsögn að Jolly Cola sé vondur drykkur er algerlega á fordómum byggð. Dr. Pepper og Vanilla Coke eru slæmir drykkir, Jolly Cola hins vegar virkar ágætlega ofan í lýðinn, nema lýðurinn sé fullur af fordómum. Ég gæti haldið lengi áfram um ágæti þessa ágæta drykks en stoppa hérna, boðskapurinn kemst til skila.
Ég er byrjaður í skóla, dönskuskóla fyrir útlendinga. Ég er langyngsti nemandinn. Sennilega var skóladagurinn í dag sá leiðinlegasti í minni skólagöngu. Ég er án gríns ekki gerður fyrir fjármálaumræður, þær eru á allan hátt grútleiðinlegar. Pólski viðskiptafræðingurinn sem ég get engan veginn munað hvað heitir er hinsvegar á öðru máli. Þetta var hans stund á toppnum, og hann eignaði sér spotlightið alveg ágætlega. Aldrei hefur einn maður notið þess jafn mikið að hafa óskipta athygli 10 veraldaravana kvenna frá öllum heimshornum og áhugalauss unglingspilts frá Íslandi.
Á tímapunkti virtist það ekkert svo vitlaus hugmynd að taka veikindapésann á þetta og leika sig heim í hlýjuna. Ég fékk hinsvegar strangkristið uppeldi þar sem aðaláherlsan var lögð á það að ljúga ekki og klára það sem maður byrjar á. Standa við sína skuldbindingar.
Ég skrifa ekkert um fótboltann í þetta sinn, nenni því ekki. Er samt ekkert slakur þessa dagana, bara voðalega óspennandi hlutir í gangi.
Það kemur mér ekkert á óvart að vinir mínir eru samir við sig þótt að ég sé fjarri öllu íslensku gamni. Margir leita til mín með sín skólavandamál, þeir sem voru slakir á því skólalega þegar ég sat í MH, virðast halda því áfram. Einhvern veginn gekk það ágætlega upp fyrir mig að bíða með allt fram á síðustu stundu, mæli alveg þessvegna með því. Ég get bara ekki með nokkru móti sagt að ég sé þessi ábyrgi gæi. Tek alltaf tjillið fram yfir lærdóminn, það er mitt mottó að gott tjill sé ofar öllu. Eða okey, kannski ekki mottó. Gott tjill bætir samt allt.
Búið að raða í Pes mót þegar ég kem á klakann, ég hef ekki snert fjarstýringuna í langan tíma. Það segist Guðmundur Stór-Bliki ekki heldur hafa gert. En allir sem hann þekkja vita að hann er yfirleitt uppfullur af haugalygi þegar kemur að þessum málum. Ég mun samt án efa vinna þetta mót. Tuskan og Stórblikinn eiga ekki möguleika, ég rúlla bara svona.
Annaðhvort rúllarðu með mér eða ég rúlla heim.

þriðjudagur, október 21, 2008

Allt að ganga upp, en samt......

Grannaslagurinn sem talað var um í síðustu færslu var auðveldari en flestir bjuggust við. Við unnum 7-0 og var ég frekar sáttur með sjálfan mig, náði að skora og lagði upp annað. Þjálfarinn og aðrir í kringum liðið voru meira en sáttir við mig eftir leikinn. Þjálfarinn talaði mjög vel um mína frammistöðu, og hef ég heyrt frá fleiri en einum sem eru í kringum klúbbinn að ég hafi staðið mig vel.
Aðalliðið spilaði síðan á sunnudag og unnu góðan 2-0 á AB. Eftir leikinn var ég að rölta í matinn sem er ávallt í klúbbnum eftir heimaleiki þegar ég er stoppaður af konu sem ég hef aldrei séð áður. Þar var á ferð mikill Herfölge aðdáandi og sagði hún að ég hefði spilað virkilega vel á móti Köge, og flott mark. Ný en ánægjuleg lífsreynsla en ég tek nú ekki mikið mark á henni þar sem markið var alveg hrikalega ljótt.
Ég hef verið furðu þungur síðust 2 daga. Þetta er farið að taka svolítið á, því þótt að maður sé alveg að eignast ágætisfélaga, þá saknar maður íslensku vinanna. Maður saknar fjölskyldunnar og hlutum sem maður bjóst ekkert við því að sakna. Áður en ég fór út sögðu margir við mig að þetta yrði hrikalega erfitt fyrir jól. Mikil einvera og annað slíkt hefði bugað marga. Hingað til hef ég samt nokkurn veginn sloppið við það. Það koma dagar og dagar en annars kann ég ágætlega við þetta líf. Ég er góður í því að vera einn og ég hef hrikalega gaman af því að æfa svona mikið.
En djöfull verður samt gott að koma heim í des.
Allt í einu rifjaðist upp skötuveisla sem mér var boðið til heima hjá góðvini mínum Guðmundi Kristjánssyni, síðastliðna Þorláksmessu. Veit ekki afhverju þetta kom alltí einu upp í hugan, en það var skemmtileg upplifun að fara í fjölskylduboð hjá annari fjölskyldu. Virkilega skemmtileg fjölskylda, en skata er ekki alveg minn bolli. Ég mun samt reyna að venja mig á þetta því þar er mikill sjarmi yfir því að borða skötu í góðra vina hópi einu sinni á ári.
Ég eiginlega elska allar hefðir, hefðir eru sennilega það sem maður hefur að hlakka til þegar þessum auðveldu árum lýkur og alvara lífsins tekur við. Allavega fer sá gamli alltaf í skötuveislu á Þorláks og ber því vel söguna. Þessar hefðir eru svo sérstaklega mikilvægar nú á erfiðistímum. Þegar allir eru að stressast upp yfir gengi krónunnar er gott að hugsa hvað sé mikilvægast og hvar hamingjan liggur. Er það virkilega í nýjum bíl og risa húsi? Maður hlýtur að spyrja sig.....

fimmtudagur, október 16, 2008

Betri tíð

Ágætis bloggpása, og ástæðan var einföld. Heimsóknir frá Íslandi halda manni frá tölvunni, sem er ágætt. Virkilega góðar heimsóknir sem lífguðu upp á mann en þó er sá vankantur að þær voru heldur stuttar. Ég gæti líka trúað að næstu dagar yrðu þokkalega erfiðir. Það er erfiðara að venja sig aftur á einveruna eftir svona heimsóknir. Þetta er svipað og þegar maður var yngri og elskaði núðlur, svo þegar maður lærði að elda hakk og spaghettí og ýmislegt svoleiðis, þá voru núðlurnar ekkert spes lengur. Að uppgötva betri vinkil á hversdagnum, og snúa svo aftur í þann gamla, gerir þann gamla verri en hann í raun er. Svo þetta gæti ollið tímabundnum erfiðleikum.
Lífið er samt búið að leika við mig, þrátt fyrir slakan fyrsta leik, þá hélt ég sætinu og spilaði vel síðustu helgi. Það var ekkert verra að hafa kærustu og vini á bekknum. Þótt að kærastan hafi kannski upplifað skemmtilegri tíma en á pöllunum.
Skemmtilegt líka hvað maður sér uppskeruna betur þegar gamlir æfingafélagar koma í heimsókn, uppskeran verður ekki rýr þetta árið, það er alveg á hreinu.
Leikur næstu helgi, og þjálfarinn tilkynnti að ég held sætinu aftur, maður er að gera eitthvað rétt og er planið að halda því bara áfram. Hvíldardagur á morgun, orkan er í lágmarki eftir erfiða viku svo hvíldin var kærkominn og vonandi að matur mæti feskur 11:45 á Köge Stadion. Það er alveg á hreinu að ég verð ready, get ekki beðið eftir öðrum leik. Það er nefnilega þannig, að sama hvernig hversdagslífið er þá er ekkert skemmtilegra en að spila fótbolta á flottum velli, á háu tempói. Þetta er derby slagur svo ég býst við slagsmálum og blóði. Það er ekkert verra að tapa fyrir skítaliðum í derby-slag, hef upplifað það 2svar of oft. Ekki séns að það geris aftur.

sunnudagur, október 05, 2008

Vonbrigði

Vonbrigðin eru ennþá til þótt lítið hafi verið af þeim undanfarið. Náði að brjótast inn í byrjunarliðið eftir góðar frammistöður undanfarið, launaði traustið með virkilega slæmum leik. Ekki það sterksta sem var í stöðunni. Hrikalega svekkjandi og þeir sem þekkja mig vita að ég er ennþá frekar niðurdreginn.
Þrátt fyrir þetta ákvað ég að kíkja í liðspartý-ið sem var í gærkvöldi. Mjög ólíkt mér svona eftir tapleiki en ég skemmti mér ágætlega. Menn voru misgóðir á því, en þeir mega nú allir eiga það að vera miklir veiðimenn.

Annars tapaðist leikurinn 2-0, og allir voru frekar lélegir sem er kannski betra fyrir mig þannig séð. Við duttum úr toppsætinu samt sem er aldrei gaman, annars er toppslagur næstu helgi og það er ekkert annað í stöðunni en að drulla sér aftur upp á hestinn.
Frekar dauf stemming á manni í kvöld, smitast sennilega svo ég hef þetta ekki lengra.
Annars verður að viðurkennast að Logi Geirsson er án alls gríns alger eðalpenni. Pistlarnir hans skerpa yfirleitt á manni og er hann meistari í dæmisögum og tilvitnunum.
Tjékki it- www.logi-geirsson.de

föstudagur, október 03, 2008

Fyrir Lárus

Frídagar eru mikilvægir í íþróttum og er ég sennilega einn sá besti í að nýta frídaga mína í ekki neitt. Alger aflsöppun í dag, enda er mikilvægur leikur á morgun. Dumb&Dumber rúllar í tækinu og hafrakex-pakkinn verður minni eftir því sem mínúturnar telja. Það sem er frábært við það að taka daga í það að gera lítið hérna í Danmörku er að sjónvarpsdagskráin byrjar bara um 8 leytið þar sem amerískt grín í bland við há-drama hjálpar Dananum að komast réttu megin fram úr rúminu. Ég fer snemma að sofa hérna og í morgun vaknaði ég einmitt klukkan 8, og þar sem dagskráin var frekar opin þá ákvað ég að dvelja aðeins í rúminu. Kveikti á tækinu þar sem unglingarnir í One Tree Hill rifust um allt mögulegt milli þess sem að æsispennandi körfuboltaleikir unnust á lokasekúndunum. Dramað hélt mér í rúminu þangað til um 11 leytið þegar nornirnar í Charmed birtust á skjáinn, en það er einhver mesti viðbjóður sem sjónvarp býður upp á nú til dags. Maður lætur ekki bjóða sér hvað sem er.
Tók smá skokk og teygjur áður en ég hjólaði útí búð og keypti í það mesta fyrir bögglaberann. Hann tók því samt einsog maður og stóð sína vakt með plikt.
Mikilvægur leikur á morgun og voru skilaboðin frá þjálfaranum ekkert gífurlega skýr, en það eru allar líkur á því að ég byrji inná. Ekkert nema gleiðileg tíðindi þar á ferð.

Þjálfarinn minn er gamall nagli, margir í leikmannahópnum væla mikið undan honum enda eru þessir sömu menn algerar veimiltítlur. Í gær rak hann stjörnuleikmanninn heim af æfingu, sem varð til þess að hann varð síðar um kvöldið rekinn úr klúbbnum.
Stjarnan sagði þjálfaranum frekar ópent að halda kjafti þegar þjálfarinn sagði honum að drullast til að gefa boltann. Um leið og þjálfarinn heyrði þessi fögru orð stjörnunnar sagði hann "Takk fyrir daginn Miki, viltu koma þér heim". Við þetta varð stjarnan alveg brjáluð og lét þjálfarann heyra það. Sem glotti bara og benti honum að fara heim. 15 mín eftir æfinguna var búið að rífa samning stjörnunnar og hann var sendur með skottið á milli lappanna heim.
Ég fýlaði þetta lúmskt. Hef alltaf hatað þegar sumir leikmenn komast upp með meira en aðrir og ég hef líka ótrúlega gaman af svona nöglum.

Frekar innihaldslítið í dag, bara einsog dagurinn hefur verið. Rólegur og þægileg stemming, maður er yfirvegaður og það færist yfir á bloggið. Þessi færsla hefur sennilega róandi Zen-áhrif á lesandann og er það hið besta mál svona einstaka sinnum. Maður verður samt ekki rólegur á morgun. Maður gírar sig upp í stríð og ekkert minna.