miðvikudagur, janúar 30, 2008

Framtíð í molum

Nú hef ég endanlega gefið upp alla von um að félagarnir Robert Smith og Tom Waits munu heiðra mig og aðra landsmenn á komandi misserum með nærveru sinni. Ástæða þess er frétt sem ég sá í Fréttablaðinu í morgun um einhverja lagasmíðakeppni úti í heimi. Þessir ágætu menn eru í dómnefnd og munu þeir á næstu dögum missa alla trú á Íslandi, þrátt fyrir fögur fyrirheit um fagrar (easy fuck) meyjar og villt næturlíf. Því það sem fréttnæmt þótti við þessa keppni er að íslensku táningasmeðjurnar í Soundspell hafa komist í undanúrslit keppninnar og mun lag þeirra Pound hljóma fyrir eyrum dómnefndar. Þar sem Smith og Waits eru ekki hluti af hinni smeðjulegu og hreint út sagt pirrandi stefnu sem ég veit ekki hver kom af stað, en stigmagnaðist mikið við vinsældir hinnar hundleiðinlegu sveitar Coldplay, þá hugsa þeir eflaust með sér...hvað í andskotanum er að ske á Íslandi ef svona hæfileikasnautt og ófrumlegt gaul er að tröllríða landanum.....Let's stay the hell away from that place.

Með sorg í hjarta
Halldór Arnarsson

mánudagur, janúar 28, 2008

Brúðguminn

Það að sjá góða íslenska mynd gerir af einhverjum óútskýranlegum ástæðum alltaf meira fyrir mig heldur en þær erlendu. Ekki það að ég telji íslenskan kvikmyndaiðnað þann sterkasta í heimi, þvert á móti finnst mér hann í flestum tilfellum heldur slakur. Í fljótu bragði man ég aðeins eftir fjórum myndum síðustu ár sem hafa komist á þann pall að titlast mjög góðar. Þetta eru myndirnar Íslenski draumurinn, 101 Reykjavík, Nói Albinói og Englar Alheimsins. (Reyndar var Voksne Mennesker, eftir Dag Kára frekar góð en hún er á dönsku og gerist í Danmörku svo hún er ekki nema hálf-íslensk)
Af þessum myndum finnst mér 101 Reykjavík skara fram úr, það er bara eitthvað svo skemmtilegt við það að horfa á svona bitter-sweet stykki sem gerist á stöðum sem maður hefur sjálfur margoft gengið um, maður upplifir myndina einhvern veginn sterkar.
Síðastliðna helgi sá ég mynd sem skipaði sér á pall með þessum fjórum og það frekar ofarlega, í mínum huga allavega. Aftur er það Hilmir Snær í mynd sem aftur fjallar bara um venjulegt fólk að drekka vín og lifa frekar eðlilegu lífi. Víndrykkjan er þó minni í Brúðgumanum heldur en í 101 Rvk og erfiðleikarnir heldur meiri.

Í stuttu máli fjallar myndinn um háskólaprófessor sem flytur til Flateyjar vegna veikinda konu sinnar, kynnist þar ýmsum kynlegum persónum og hittir fyrrverandi kvenkyns nemanda sinn úr háskólanum og er strax gefið sterkt til kynna að samband þeirra er sterkara en Kennara-nemanda samband er yfirleitt. Myndin gerist ekki í tímaröð sem gerir frekar mikið fyrir framvindu sögunnar og heldur úti lengst af frekar góðri blöndu af gríni (þar sem Ólafur Darri fer á kostum sem feitur hassreykjandi alkóhólisti, sem er besti vinur brúðgumans) og drama.
En eftir því sem lengra líður á myndina verður konan veikari, lífið erfiðara og þráin til að sleppa burt verður tryggðinni yfirsterkari.
Hilmir Snær og Ólafur Darri sýna stórgóðan leik, sem og reyndar flestir leikarar og virðist sem Íslendingar séu að sleppa úr leikhúsinu og færa sig hægt og bítandi yfir í bíóhúsin.

Bjartir tímar virðist í nánd í bíhúsunum sem ég hef verið alltof latur við að stunda. Framundan eru myndir einsog The Darjeeling Limited, Cloverfield, Rambo, Atonement, Sweeney Todd, Walk Hard og eflaust fleiri sem ég er að gleyma. Að ógleymdum komandi Græna ljóss myndum sem flestar hljóma frekar spennandi, sérstaklega King of Kong sem ég held að sé mjög fyndin, getið séð myndirnar hér.

Skólaleiðinn skín í gegnum þetta blogg sem er skrifað í fráteknum tíma sem ætlaður var í undirbúning fyrir Stærðfræðipróf, niðurstaðan er þó langt frá því að vera sláandi. Ég er á byrjunarreit í stærðfræði, en lengsta blogg mitt frá upphafi er orðin staðreynd. Frekar típískt ég þar sem ég er í fáum orðum frekar latt fífl, sem nennir ekki að hafa fyrir neinu.

Halldór Aumingi

p.s. Að loknum skrifunum rifjaðist upp myndin Börn sem hefði vel sómað sér á þessum lista. Ég bara steingleymdi henni þegar ég hugsaði um þessar myndir, sem er kannski ekkert frábært fyrir mynd á Topp 10 yfir bestu íslensku mydnir síðasta áratug.

sunnudagur, janúar 13, 2008

King and Lee

Tek hér með allt það slæma sem ég hef nokkurntíma sem ég hef sagt um Stephen King til baka. Var að klára The Dreamcather sem er hugsanlega skemmtilegasta mynd sem ég hef séð á þessu ári. Þó er þessi mynd að ég held frá árinu 2003 þannig að hjólið verður ekki kynnt í þessari færslu, því flestir þekkja að sennilega nú þegar.
Myndin fjallar í stuttu máli um fjóra vini sem bjarga þroskaheftum strák frá bullies og hann gefur þeim einhverja ótrúlega hæfileika, meðal annars geta þeir lesið hugsanir.
Hoppað er yfir gelgjuna, fyrsta kossinn og sweet sixteen hjá fjórmenningunum og beint inn í árlega sumarbústaðarferð þeirra félaga. Þar er Jason Lee í essinu sínu og skapast mikil "feel-good" stemming þar sem félagarnir sitja að sumbli og ræða daginn og veginn á einkar skemmtilegan hátt. Lee deyr snemma og eftir það er myndin upp og ofan, breytist úr feel-goodinu í mjög skrýtið geimverudrama þar sem margir deyja og Morgan Freeman leikur Geimverusérfærðing hersins sem skyndilega missir það vegna þess að álagið er jú mjög mikið á Geimdeild Hersins, og common hann hafði unnið þar í aldarfjóðrung!
Lee fær 10, King fær svona 6,5 (fyrir að drepa Lee alltof snemma og svo er þetta í raun ekkert spes saga), Myndin fær svona 8 því að Lee er skotheldur.

p.s. Tók allan RÚV pakkann í kvöld: fréttir, frí yfir spaugstofu, laugardagslögin-shaun the sheep-laugardagslögin, 50 first dates (sem ég hafði furðugaman af) og að lokum The Dreamcatcher.

-Fuck me Freddy