föstudagur, mars 20, 2009

Var rétt í þessu að spjalla við móður mína, og þurfti að hætta vegna þess að ég ætlaði að klára ritgerð sem ég á að skila núna eftir 1 og 1/2 tíma. Það var ekki lygi, það var planið, og er. 5 mínútna frestun er mitt millinafn þessa dagana.
Annars sá ég lokaþáttinn af Friends í dag. Hef séð hann áður, en ég átti samt erfitt með mig. Leiddi þá hugann að öllu fólkinu sem sat límt við skjáinn hvern fimmtudag í 10 ár og missti aldrei af því þegar Ross féll fyrir Rachel, og kann alla brandara sem Chandler hefur sagt.
Allar einhleypu húsmæðurnar, allar unglingsstúlkurnar, viðskiptajöfrarnir og fleiri. Nú var ég barn sem bjó við kröpp kjör. Ólst upp í gettóinu, og fólk í gettóinu eyðir ekki peningum í Stöð 2, við byrgjum okkur upp af Slots og hnífum. Gettólífið gerði það að verkum að ég upplifði þetta aldrei, ekki fyrr en ég fékk þetta allt lánað hjá frænkum mínum sem fluttu úr gettóinu, og auðguðust skyndilega. Féll fyrir þessu, fyrsti þátturinn sem ég lá yfir og horfði á heilu séríurnar á nokkrum dögum, eitthvað sem er orðið að einstökum hæfileika núna.
Aftur að umræðuefninu, lokaþátturinn hlýtur að hafa verið erfiður fyrir fólkið sem hleypti þessum þáttum inn á líf sitt. Að sjá þau öll skilja lyklana eftir var erfitt, en eftir að kreditlistinn rúllaði hljóta margir að hafa brostið í grát. Þetta er svolítið einsog að kveðja góðan vin, og vita að þú sjáir hann aldrei aftur. Nema kannski ef að WB verða short on cash og splæsa í mynd.
Sjónvarp getur fokkað manni upp, virkilega illa. My girl er gott dæmi, púha.....
Annars er ritgerðin næst á dagskrá og kæling á tvöföldum ökkla. Ég fæ óútskýranlegt kick út úr því að spila meiddur. Það hefur ekki gert mér gott í fortíðinni, en mín role models eru ekki beint til að hjálpa. Ég hugsaði það lengi hvort ég ætti að sleppa æfingu í dag og missa af leik á morgun, eða teipa mig og harka af mér. Á endanum datt ég á youtube, og fann brot af barneskjuhetjunni Paul Ince, að spila ökklabrotinn. Easy decision eftir það.
Annars upplifði ég frábært augnablik í dag. Við mættum þrír alltof snemma á æfingu og sátum inn í klefa í léttu spjalli, þegar annar þeirra spyr mig hvaða leikmanni ég líkist mest.
Hinn svarar fyrir mig "ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þú minnir mig á Patrik Viera".
Djöfull var á above the pain á þessari æfingu, ef Paul Ince og Patti Viera koma þér ekki í þetta ruddalega hugarástand, þá skaltu halda þig fyrir utan völlinn.
Annars er leikur á morgun og planið er það sama, teipa og hugsa um Paul Ince. Mig hefur oft dreymt um þetta, fara í viðtal 2 dögum eftir leik, ökklabrotinn og segja einsog gamli Gattuso (eftir að hafa spilað með slitið krossband í 4 mánuði), þetta var bara ekkert það vont.
Fáranlegir draumar, en mér finnst þetta drullunett. Að vera harðari heldur en beinbrot er top of the shelf. Segja sjúkraþjálfaranum að halda kjafti og teipa þetta saman, Paul Ince style.

föstudagur, mars 13, 2009

Bjartir dagar

Hef áttað mig á því að ég skrifa yfirleitt hérna inn á þegar ég er blár og hallast nær botninum en miðjunni. Ætlaði því að líta inn á þessum góðu dögum reglulegar. Típískur bloggari, að blogga um jákvæðni. Elska að lesa blogg hjá svona fólki sem er að eiga þokkalega erfiðan hversdag, en ákveður svo að vera jákvætt og hamingjusamt. Þetta hefur mér alltaf fundist fyndið, að ákveða að vera jákvæður. Auðvitað er hægt að nálgast heiminn með jákvæðu hugarfari, en mér hefur alltaf fundist þetta hálfkjánalegt. Að heita því að vera hamingjusamur er fáranlegt, því enginn veit hvernig morgundagurinn tekur á móti þér. Moggabloggarar eiga rosalega auðvelt með að fylgja eftir þessari lífsspeki þegar tímarnir eru góðir, en það er enginn jákvæður á erfiðum tímum. Það eiga allir sína góðu daga og sína slæmu, og að nálgast þá eins er fáranleg tillaga. Ef maður sveiflast ekki örlítið niður á slæmu dögunum, ferðu jú ekki langt upp á góðu dögunum. Sveiflan er skárri en miðjumoðið. Kannski er þetta bara því ég er svona þokkalega neikvæður á mínum slæmu dögum, og finnst pirrandi þegar fólk á vonlausa daga og getur ekki bara tekið því.
Segja við sjálft sig að dagurinn hafi verið hræðilegur hingað til og versni sennilega, alveg einsog góðu dagarnir geta alltaf batnað. Er að átta mig á því að þetta er frekar brenglað, svona líður mér samt. Það sem ég er samt aðallega að reyna að segja er að tilgerðar-jákvæðni fer í taugarnar á mér. Fólk sem er alltaf of jákvætt er líka hrikalegt, ótrúlega þreytandi,
Kem þessu ekki almennilega frá mér, videre.
Leikur á morgun, á þeim frábæra tíma klukkan 12, sem væri svosem ágætt ef þetta væri ekki um einn og hálfan tíma í burtu. Það sem er frekar leiðinlegt við tímasetningu og staðsetningu er stórleikur Man Utd og Liverpool, þetta verður samt easy. G og T eru sameinaðir eftir margra mánaða fjarveru, basic. Leikurinn endar 0-3. T 2 og G 1, og G skorar BTW mark ársins.
Annars vildi ég óska Gumma Kri til hamingju með landsliðssæti, genatíska undrið loksins að fara að kjöta í A-landsliðsbúningnum, ekkert nema jákvætt. Á núna tvo landsliðsfélla, mjög fyndið hvað annar er hógværari en hinn svona dags daglega. Menn eru jú misjafnir einsog þeir eru margir.
Skora á alla sem vilja detta í lauflétt spjall og fá ráðleggingar um lífið og tilveruna að hringja eða henda mér inn á Skype. Ég er hrikalega úrræðagóður og hef slatta af frítíma líka.
Vi ses

mánudagur, mars 09, 2009

Var rétt í þessu að kveðja góðvin minn Axel Kára, sem heldur aftur heim til Íslands í dag. Sorgleg stund þar sem við höfum haft það ógurlega gott saman undanfarna 2 mánuði, og verður þetta ekki samt án hans. Hann var þó ekki sá heppnasti hérna úti, lenti í leiðindapakka með nárann og ákvað því í samráði við þjálfara að halda heim og ná sér bara góðum fyrir Íslandsmótið, þar sem ljóst var að meiðslinn myndu taka stóran part af seasoni hérna úti. Hann snýr því aftur vonandi fullur sjálfstrausts, því hann fékk mjög góð meðmæli frá þjálfara, sem er argur yfir að missa hann.
Ég efast ekki um að hann mun standa sig í sumar, ég hef kennt honum ýmislegt á þessum stutta tíma. Lífið heldur samt áfram, ég mun ekkert leggjast í dvala þótt að hann sé horfinn úr hversdagsleikanum, minningarnar eru margar, og Taken klárlega sú besta.
Ef við snúum okkur aðeins að mér þá gekk mér vel um helgina. Skoraði frábært mark a la Steven Gerrard og spilaði vel. Sá svo til þess að talað yrði um mig eftir leik þegar ég fékk rautt spjald á 85 mínútu. Tvö gul gera eitt rautt, en seinna spjaldið var nauðsynlegt. 5 á 3 skyndisókn hjá hinum og ég braut pent á boltamanninum. Þótt pent væri brotið sá dómarinn sig knúinn til þess að lyfta spjaldi. Þjálfarinn sagði eftir leik að þetta hefði verið rétt ákvörðun, og þótt það sé alltaf ömurlegt að fá rautt, þá er ég samt sáttur með minn leik.
Ef ég tel rétt þá er ég kominn með 3 mörk í 5 leikjum, þrátt fyrir það að spila yfirleitt sem varnarsinnaður miðjumaður. Það er þokkalegt, kannski að feðragenin séu að kikka inn, en gamli var að eigin sögn mikill markaskorari.
Þótt að Axel sé farinn þá má ekki gleyma að við erum ennþá tveir Íslendingarnir. Ágætt að hafa samlanda sér við hlið, en hann er þó búinn að vera mikið í Köben undanfarið, lenti í einhverjum meiðslum líka. Hugsa að næstu dagar verði undarlegir, en maður venst öllu. Nýti núna tímann í að ná upp öllum þeim lærdómi sem ég hef trassað, og svo fer að líða að þeim tíma sem maður getur byrjað að æfa einsog ég vil gera. Þetta pre-season hefur verið of líkamlega erfitt fyrir 10-11 æfingar á viku, en nú fer tímabilið að hefjast og þá skiptir maður örlítið um gír. Þungar lyftingar og drápshlaup verða í minna mæli og boltinn í stærra hlutverki.
Þangað til næst
Adios

fimmtudagur, mars 05, 2009

Lífið

Á mánudagsmorgun átti ég ótrúlega tilfinningaríka og rómantíska stund um borð í flugvél á leið til Danmerkur. Kannski er hægt að kenna svefnleysi helgarinnar og þeirri staðreynd að klukkan var eitthvað í kringum 7,15, en þegar flugvélin tók á loft leið mér virkilega undarlega. Ég áttaði mig í fyrsta skipti almennilega hvað ég er að skilja eftir á Íslandi. Auðvitað hef ég saknað margra áður og allt það, en þarna einhvern veginn efaðist ég í fyrsta skipti. Held samt að það sé fullkomlega eðlilegt að líða svona inn á milli, sérstaklega þar sem kærasta, fjölskylda og allir mínir vinir verða eftir. Það sem mér finnst erfiðast er hvað ég er annar karakter hérna úti en heima. Ég er ekki þessi hálfviti sem ég elska að vera, er meira fyrir sjálfan mig og er feimnari en marga grunar. Ég er samt ekkert að meina að ég sé einn út í horni og láti það alveg vera að opna munninn, en þetta er samt allt öðruvísi. Einhvern veginn fílaði ég mig betur á Íslandi, en þetta er fórnin. Ég finn hversu miklu betra þetta umhverfi er fyrir mig fótboltalega, og það er það sem skiptir mig máli í dag. Hugsa að fáir átti sig á því hvað þetta skiptir mig miklu máli, því þetta er farið miklu lengra en að vera eitthvað sem veitir mér bara ánægju. Að verða betri í fótbolta er eitthvað sem ég hef hugsað um nánast hverja mínútu síðustu 3 ár. Það er að takast, en einsog ég sagði, maður fórnar ýmsu.
Ég er samt með móment sem ég hugsa um þegar mér finnst allt ganga illa. Þetta er svona frekar mikill turning point í mínu lífi. Því einsog glöggi lesendur hafa kannski komist að gat ég ekkert í fótbolta þangað til ég var svona 17 ára, basic. Eftir einhvern þriðja flokks leik (16 ára) fékk ég far heim með þjálfaranum mínum, fínn gæi og góður þjálfari. B-liðs leikur, ég var á eldra ári, og ég hafði látið einhvern fermingarstrák valta yfir mig, pirringur í hámarki. Þjálfarinn ákveður að kafa djúpt í pepp-brunninn og talar um fótbolta og lífið. Ég man að ég hlustaði ekkert rosalega vel, var svo sár út í sjálfan mig og allt það. Man bara eina setningu sem hann sagði, hann meinti það ábyggilega hrikalega vel. Var að útskýra að sumir væru late bloomers, og ég gæti orðið góður leikmaður í framtíðinni, því ég hefði þetta hjarta.
"Þú verður aldrei neinn atvinnumaður Dóri, en þú getur alveg orðið fínn í fótbolta" Svo kom eitthvað um að ég gæti orðið framtíðarmaður hjá ÍR, sem voru btw í annari deild á þessm tímapunkti að skíta á sig.
Ég man hvað ég varð fyrst niðurbrotinn að heyra þetta, því innst inni hafði mig alltaf dreymt um þetta. Ég gerði mér auðvitað grein fyrir því að drastískar breytingar þyrftu að eiga sér stað til þess að stökkið frá bekkjarsetu í þriðja flokki yfir í fyrstu ellefu hjá Liverpool, en ég trúði alltaf á þetta. Ég man að frá bílhurðinni og að dyrunum heima ákvað ég að slengja þessu einn daginn framan í hann. Hringja frá Liverpool og spyrja hann hvað hann væri að gera, "já okey ertu ennþá að þjálfa? Má ekki vera að þessu Stevie er að sækja mig við erum of seinir, já og btw ég er atvinnumaður í fótbolta. How do you like them apples?
Kannski eitthvað sem flestum finnst voða saklaust, en hefur lifað sterkt hjá mér. Er eiginlega á því að allir þurfi eitthvað svona til þess að koma sér fram úr á erfiðustu dögunum. Þegar allt annað bregst eru það svona moment sem mótivera mig. Þótt að á 350 dögum ársins þurfi ég ekki á þeim að halda, er gott að hafa svona plan B á slæmu dögunum.
Dagurinn í dag var einn af þessum dögum, mánudagurinn kom einhverju af stað sem braust út í dag. Þegar komið er yfir fyrstu 10 mínútur æfingarinnar gleymist svona, en það að eiga svona minningar sem ýta manni yfir erfiðasta hjallann, er ómetanlegt.
Og djöfull var ég góður á æfingu í dag.