laugardagur, maí 12, 2007

Nei, ég er litblindur

Las það á einhverri bloggsíðu að ákveðinn gæji gæti ekki verið lögga því hann væri litblindur. Ok ég skil að maður geti ekki verið flugmaður ef maður greinist með litblindu, en hvernig háir það manni að sjá ekki rautt á grænu eða eitthvað þvíumlíkt ef þú ert lögga.
Ég get ekki ýmindað mér neinar aðstæður þar sem litblind lögga gæti klúðrað aðstöðu sinni vegna litblindunnar. Ég myndi skilja þetta ef litblindur maður, sæi einfaldlega ekki rauðan eða græna, að hlutir sem væru í þessum lit hyrfu bara. Þá væri auðvelt fyrir glæpamenn að hverfa. Bara keyra rauðan bíl eða vera í rauðum snjógalla.
Litblindir geta keyrt bíl, þeir geta alveg janf auðveldlega og hver annar maður rotað glæpamenn með kylfu eða skotið einni dúndru í dekk svo að bíll verði farlama. Litblindur maður getur verið mjögsprettharður og nýtist því vel í eltingaleiki. Litblindur maður getur höndlað fulla unglinga sem æla í öll húsasund landsins, og leigubíla. Litblindur maður getur spottað nauðgun og velt nauðgara ofan af fórnarlambi í jafn fáum hreyfingum og litsjándi maður.
Litblind lögga er samt ekki skemmtileg í salatboði, sér aldrei hvað er í salatinu og alltaf síspyrjandi alla.
En með þessu er lögreglan að hamla fólki vegna fötlunnar sinnar, sem er frekar heitt. Koma öllum sem ekki eru fullkomnir á atvinnuleysisbætur.
Þannig fáum við alvöru land, a la nazi germany.