föstudagur, desember 22, 2006

Mjallhvít

Af ókunnum ástæðum fékk ég seint á þriðjudagskvöldið óstjórnanlega löngun til að lesa söguna af Mjallhvíti og dvergana 7. Þar sem ég var ekki staddur í heimahúsi gat ég ekki fylgt þessari löngun eftir, en mun ég gera það í náinni framtíð.
Jafnvel er hugsanlegt að skrifa nútíma útgáfu af þessu leikriti og setja upp sem leiksýningu. Ég er með hugmynd að hinum fullkomna prinsi sem bjargar Mjallhvíti frá grimmri stjúpu og illum örlögum alheimsins.
Ég mun ekki upplýsa hér hver það er af persónulegum og mannúðarástæðum.
Kannski hafið þið þó örlitla hugmynd um hvern ég tala.

þriðjudagur, desember 12, 2006

Væl og aftur væl

Ein spurning glymur hærra en aðrar í höfði mínu sí og æ þessa dagana. Alltaf finn ég gott svar sem sefar samviskuna augnablik lengur og líður mér því vel með slugsaháttinn, eitthvað sem ég tel ekki vera jákvæðan hlut í miðri prófatíð. Jújú spurningin sem ég spyr mig að aftur og aftur á hverjum degir er "afhverju er ég ekki að læra"?. Ég horfi á sjónvarpið, er í tölvunni, fer á æfingar og jafnvel ligg upp í annara manna rúmum á þessu heimili og geri ekki neitt og leiðist töluvert við það í staðinn fyrir að taka upp nát 103 glósur sem því miður eru af skornum skammti vegna leti líðandi annar. Ójá þar sem pabbi minn fann þessa síðu um daginn vil ég koma einu á framfæri. Pabbi, ég hef verið mjög duglegur við lærdóminn, prófin eru bara svo erfið og kennarar lélegir þannig að ef ég fæ lágar einkunnir er það ekki mín sök.
Þrátt fyrir þetta rúllaði ég upp íslensku 303 og held ég að mér hafi aldrei gengið jafn vel í prófi innan veggja skólans og er ég hræddur um að það gerist ekki aftur.
En enskupróf á morgun. Yes, no, maybe, curtains and animal. Ég veit ekki með ykkur en ég veit hvað öll þessu orð þýða svo ég held ég sé á grænni grein.
Ég er gífurlega lítið karlmenni, allavega í sjónvarpsþáttaglápi. Grey's Anatomy eru nýjasta dæmið um það. Frábært sjúkrahúsadrama með léttu ívafi sem þó ólíkt ER sýna þér ekki inní fólk og blóð og innyfli 24/7 seinsog þeir segja í Harlem.
Einstaklega leiðinlegt væl í öllum þessa stundina og er ég því miður enginn undantekning. Með bjartari tímum verður bloggið bjartara sagði skáldið.
Eftir próf mun ég skrifa eitthvað sjúklega fyndið um einhvern minnihlutahóp og verð í kjölfarið bannaður á blogger.com
Sjáumst þá

mánudagur, desember 04, 2006

Bílpróf og önnur próf.

föstudagur, desember 01, 2006

Ertu 12 ára?

Gleðilega prófatíð.
Sökum bilunar á tölvu hef ég ekki getað startað þesu comebacki eins vel og ég hefði óskað en hvað um það. When in Rome.
Undanfarið hef ég sífellt oftar heyrt þetta notað sem móðgun þegar einhver gerir eitthvað hallærislegt "ertu 12 ára"?.
Þetta skil ég ekki þar sem þegar ég var 12 ára var ég að gera nákvæmlega sömu hluti og ég geri enn þann dag í dag.
Ég vaknaði, fór í skólann og þannig kom svo heim. Þegar heim var komið fór ég í tölvuna eða til vina eða í fótbolta, jafnvel á æfingu. Oftar en ekki las ég Harry eða lét mig dreyma um einhverja heita dömu sem ekki hafði mikinn áhuga á mér. Sennilega var það vegna þess að ég var frekar glataður gæji sem var alltaf í fótbolta eða las Harry og ekki flykktust þær að þegar ég nefndi það að ég væri í lúðrasveit.
Menntaskóli er ekkert þroskaðari staður en grunnskóli. Ef eitthvað er á ég barnalegri viniá þessum nýja stað en þeim gamla. Í grunnskólanum in the ghetto þá voru allir allavega að reyna að vera töff og segja eitthvað töff eða jafnvel fyndið.
Á þessum nýja framandi stað hefur þróast einvher barnalegasti húmor sem um getur í menntaskóla akkúrat á þeim stað og í þeim vinahóp sem ég tilheyri. Þetta kann 12 ára barnið í sjálfum mér sem neitar að hætta að vera hálfviti og gerast alvarlegur menntaskólanemi sem finnst ekkert skemmtilegra en STÆ 603 ákaflega vel við.
Þess vegna finnst mér skrýtið að nota það sem neikvæðni að vera 12 ára.
Ég sakna þess gífurlega aðv era ekki algjör hálfviti legnur. Fara út í fyrsta snjóinn og negla í bíla fyrir utan skólann. Fá skólastjórann inn í bekkinn bálreiðan og rauðan í framan vegna kvartanna yfir hálfvitum sem henda í bíla, og að sjálfsögðu þóttist maður ekkert kannast við það.
Ég var samt aldrei þessi harði hálfviti. Meira auminginn sem dró alltaf aðeins úr heimskupörunum. Ég fékk einfladlega of gott uppeldi, því skelli ég á foreldra mína öllu því sem ég gæti átt en á ekki vegna helvítis uppelsisins. Kærustu, bílpróf og börn.
Heyðrum barnið og reynum að fullorðnast ekki. Ég skil Pétur Pan alltaf betru og betur.
Halldór Arnarsson